Veitingahús opin til níu og tveggja metra regla tekin upp

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Ljósmynd/Lögreglan

Þórólf­ur Guðna­son sótt­varna­lækn­ir hef­ur lagt fram til­lög­ur um enn frek­ari sótt­varnaaðgerðir á höfuðborg­ar­svæðinu. Til­lög­ur sótt­varna­lækn­is kveða meðal ann­ars á um:

  • Tveggja metra regl­an taki aft­ur gildi á höfuðborg­ar­svæðinu
  • Fjölda­tak­mörk verði ennþá 20 manns. 50 manna fjölda­tak­mörk tak­mörk við út­far­ir og 30 manna tak­mörk í há­skól­um og fram­halds­skól­um
  • Af­greiðslu­tími veit­inga­húsa verði til klukk­an 21 en ekki 23
  • Íþrótta­mót­um verði frestað um tvær vik­ur

Fólk haldi sig heima

Þá er þeim til­mæl­um beint til íbúa höfuðborg­ar­svæðis­ins að halda sig heima eins og unnt er. Þeir sem geti vinni að heim­an og fólk dragi úr heim­sókn­um til viðkvæmra ein­stak­linga eins og unnt er. Eins vilja sótt­varna­yf­ir­völd að ein­ung­is einn ein­stak­ling­ur á hverju heim­ili fari í versl­an­ir þar sem það er hægt.

Þórólf­ur seg­ir það von­brigði að til hertra aðgerða á höfuðborg­ar­svæðinu þurfi að koma. Árang­ur af aðgerðunum muni koma í ljós eft­ir eina til tvær vik­ur og því megi bú­ast við að lít­il breyt­ing verði á far­aldr­in­um þangað til.

Þá seg­ir Þórólf­ur að nauðsyn­legt sé að grípa til harðari aðgerða þar sem far­ald­ur­inn er í veld­is­vexti. Með þess­um nýj­um aðgerðum sé horft til þess að fækka smit­um og verja Land­spít­al­ann fyr­ir frek­ara álagi.

Aukið álag á sótt­varna­yf­ir­völd­um

Víðir Reyn­is­son yf­ir­lög­regluþjónn sagði að gríðarlegt álag væri á smitrakn­ing­ar­t­eymi al­manna­varna. Nú eru um 75 hjúkr­un­ar­fræðing­ar og lög­reglu­menn að störf­um við smitrakn­ingu og seg­ir Víðir að fjöldi fólks hafi boðið fram aðstoð.

Hins veg­ar verði að fylgja verk­ferl­um um smitrakn­ingu sem kveði á um að aðeins lög­reglu­menn og hjúkr­un­ar­fræðing­ar megi sinna smitrakn­ingu. Hann þakk­ar þó þeim sem boðist hafa til að aðstoða.

Þá seg­ir Víðir einnig að far­sótt­ar­hús Rauða kross­ins séu orðin full og unnið sé að því að fjölga rým­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert