Verulegur samdráttur

Á höfuðborgarsvæðinu er samdrátturinn um 17%. Viðlíka samdráttur í smíði …
Á höfuðborgarsvæðinu er samdrátturinn um 17%. Viðlíka samdráttur í smíði íbúða hefur ekki sést síðan á árunum 2010-2011. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Greinilegur samdráttur er í byggingum nýrra íbúða á höfuðborgarsvæðinu og í nágrenni þess að því er ný íbúðatalning Samtaka iðnaðarins leiðir í ljós.

Á höfuðborgarsvæðinu á þetta sérstaklega við um íbúðir á fyrstu byggingarstigum, sem komnar eru að fokheldu en þar er samdrátturinn 41% frá sambærilegri talningu samtakanna fyrir ári.

„Leita þarf aftur til eftirhrunsáranna 2010-2011 til að finna viðlíka samdrátt í byggingu íbúðarhúsnæðis á umræddu svæði,“ segir í greinargerð SI. Hins vegar fjölgaði fullgerðum íbúðum umtalsvert á milli ára.

Í umfjöllun um mál þessi í  Morgunblaðinu í dag segir Ingólfur Bender, aðalhagfræðingur Samtaka iðnaðarins, þessar niðurstöður gefa vísbendingu um að mun færri fullbúnar íbúðir muni koma inn á markaðinn á næsta og þarnæsta ári. Að sögn hans hafa SI því lækkað fyrri spá sína úr því að ríflega 2.500 fullbúnar íbúðir verði tilbúnar á næsta ári niður í tæplega 2.000 íbúðir. Síðan megi gera ráð fyrir að fullbúnum íbúðum muni halda áfram að fækka enn meira á árinu 2022 og að á því ári komi um 1.900 fullbúnar íbúðir á markað.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert