70 nemendur við Klettaskóla í sóttkví

Fimm smit hafa greinst í Klettaskóla.
Fimm smit hafa greinst í Klettaskóla. Haraldur Jónasson/Hari

Alls hafa 70 nem­end­ur í Kletta­skóla, sér­skóla í Reyka­vík fyr­ir börn með þroska­höml­un, verið send­ir í sótt­kví vegna smita hjá tveim­ur nem­end­um og þrem­ur starfs­mönn­um við skól­ann, að því er Arn­heiður Helga­dótt­ir, skóla­stjóri Kletta­skóla, staðfest­ir í sam­tali við mbl.is.

Starfsmaður fé­lags­miðstöðvar­inn­ar Öskju, fyr­ir nem­end­ur á mið- og ung­linga­stigi Kletta­skóla, greind­ist með veiruna á föstu­dag og eru þrír starfs­menn skól­ans, þar af einn í Öskju, nú í ein­angr­un með staðfest smit. Í gær greind­ust nem­end­urn­ir tveir með veiruna.

Um 130 nem­end­ur stunda nám við skól­ann en hon­um hef­ur ekki verið lokað að sögn Arn­heiðar. Eru nem­end­ur ým­ist í hefðbund­inni sótt­kví eða úr­vinnslu­sótt­kví og munu því ein­hverj­ir snúa aft­ur í skól­ann á mánu­dag.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert