793 Covid-sjúklingar undir eftirliti

Frá gjörgæslu Landspítala hvar fjórir liggja nú veikir af COVID-19.
Frá gjörgæslu Landspítala hvar fjórir liggja nú veikir af COVID-19. Ljósmynd/Landspítali

793 sjúk­ling­ar eru í eft­ir­liti Covid-19-göngu­deild­ar og 18 inniliggj­andi á spít­al­an­um, þar af fjór­ir á gjör­gæslu og þrír í önd­un­ar­vél. Þá eru 37 starfs­menn spít­al­ans í ein­angr­un og 72 starfs­menn í sótt­kví A. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá viðbragðsstjórn og far­sótta­nefnd Land­spít­ala. 

Þar er einnig farið yfir starf­semi göngu­deilda Land­spít­ala en þar er mælst til þess að sem flest­um sé sinnt með ra­f­ræn­um hætti. Sé það ekki mögu­legt er þess t.a.m. óskað að sjúk­ling­ar bíði utan Land­spít­ala, t.d. í bíl, og séu kallaðir inn í bygg­ing­una þegar þeirra tími nálg­ast. Er þetta gert til að koma í veg fyr­ir hópa­mynd­un á biðstofu.

Þá bein­ir Land­spít­ali því til fólks að leita ekki á bráðamót­töku með ein­kenni sem kunna að benda til Covid-19 held­ur hafa sam­band við sína heilsu­gæslu­stöð sím­leiðis eða í gegn­um Heilsu­veru.

Vinni ein­ung­is á ein­um vinnustað

Einnig er vak­in at­hygli á því að í sam­ræmi við til­mæli sótt­varna­lækn­is verði starfs­fólk að tak­marka störf sín við einn vinnustað.

„Starfs­fólk get­ur því ekki sinnt störf­um á Land­spít­ala og á öðrum stofn­un­um, s.s. hjúkr­un­ar­heim­ili, heima­hjúkr­un, sam­býli eða öðrum sam­bæri­leg­um stofn­un­um. Sama gild­ir um nema í klín­ísku námi á Land­spít­ala er starfa á öðrum stofn­un­um, sbr. hér að fram­an. Áfram er heim­ilt að sinna störf­um/​námi á fleiri en einni vinnu­stöð inn­an Land­spít­ala enda sé öll­um sótt­varn­aráðstöf­un­um fylgt.“

Eins og áður hef­ur komið fram er Land­spít­ali nú á hættu­stigi vegna Covid-19. 

„Viðbragðsáætl­un Land­spít­ala vegna far­sótta hef­ur því verið virkjuð og funda viðbragðsstjórn og far­sótta­nefnd dag­lega. All­ar ákv­arðanir vegna sótt­varna og tak­mark­ana þeim tengdra eru tekn­ar á þeim miðlæga vett­vangi og eru starfs­menn og stjórn­end­ur hvatt­ir til að kynna sér nýj­ustu ákv­arðanir á degi hverj­um á innri upp­lýs­inga­vefj­um spít­al­ans.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert