Best að halda sig heima

Brögð eru að því að hópar skemmtanaglaðra Reykvíkinga hafi heimsótt …
Brögð eru að því að hópar skemmtanaglaðra Reykvíkinga hafi heimsótt höfuðstað Norðurlands. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Við viljum að allir borgarar landsins hagi sér skynsamlega og nú er best að halda sig heima,“ segir Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri á Norðurlandi eystra.

Talsverður straumur hefur verið af ferðamönnum til Akureyrar síðustu vikur, innlendra sem erlendra. Virðist jafnvel sem einhverjir hópar hafi séð sér leik á borði þegar skellt var í lás á skemmtistöðum í Reykjavík og flutt gleðina norður yfir heiðar. Páley segir í samtali við Morgunblaðið að Akureyri sé þannig staður að þangað komi fólk allan ársins hring og sæki í afþreyingu.

„Hingað koma alls konar hópar og gera sér glaðan dag. Í venjulegu árferði myndi maður skilja það en nú er staðan þannig að allir ættu að stilla ferðalögum í hóf. Fólk er enda hvatt til að takmarka ferðalög milli svæða. Svo vonandi náum við tökum á baráttunni og getum farið að þvælast um allt á ný,“ segir hún í  Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert