Bygging nýs leikskóla á áætlun

Hafist var handa við að reisa veggi á efri hæðinni …
Hafist var handa við að reisa veggi á efri hæðinni í dag. Ljósmynd/Akureyrarbær

Framkvæmdir við nýja leikskólann Klappir við Glerárskóla á Akureyri ganga mjög vel. Framkvæmdir eru á áætlun, en unnið er hörðum höndum að því að loka húsinu á næstu vikum svo hægt verði að nota háveturinn í innivinnu. Þetta kemur fram á vef Akureyrarbæjar. 

Leikskólinn Klappir verður alls um 1.450 fermetrar á tveimur hæðum, með tengingu við Glerárskóla og íþróttamiðstöð. Klappir verða sjö deilda leikskóli með 144 rýmum, þar af ungbarnadeild og er fyrirhugað að bjóða börnum leikskólavist við 12 mánaða aldur. 

Verklegar framkvæmdir voru boðnar út í heild sinni í byrjun ársins og er verkið í höndum Byggingarfélagsins Hyrnu. Fyrsta skóflustunga var tekin í apríl og hafa undanfarnir mánuðir verið nýttir vel. Stefnt er að verklokum í ágúst 2021. Áætlaður kostnaður við byggingu leikskólans er um einn milljarður króna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert