Fær ekki bætur vegna tanngreiningar

Héraðsdómur Reykjavíkur.
Héraðsdómur Reykjavíkur. mbl.is/Þór

Ung kona frá Pak­ist­an, sem sótti um hæli hér á landi árið 2018, fær ekki bæt­ur fyr­ir tann­grein­ingu sem hún var lát­in sæta til þess að ákv­arða ald­ur henn­ar. Tann­grein­ing­in var hluti af lík­ams­rann­sókn sem hún var lát­in und­ir­gang­ast og tel­ur kon­an að um „óþarfa, óáreiðan­lega, og van­v­irðandi“ rann­sókn hafi verið að ræða. 

Kon­unni var vísað frá landi en hún stefndi rík­inu og krafðist ógild­ing­ar úr­sk­urðar kær­u­nefnd­ar út­lend­inga­mála um að hafna end­urupp­töku­kröfu henn­ar. Á það féllst héraðsdóm­ur Reykja­vík­ur sem féllst þó ekki á að dæma kon­unni bæt­ur. Rík­is­sjóði var gert að greiða kon­unni 800.000 krón­ur vegna máls­kostnaðar. 

Vega­bréfið metið ósvikið

Kon­an fram­vísaði vega­bréfi þegar hún kom hingað til lands í sept­em­ber árið 2018 sem sagði til um að hún væri fædd hinn 3. des­em­ber árið 2002 og því 16 ára göm­ul. Vega­bréfið var metið ósvikið en grun­semd­ir um ald­ur kon­unn­ar fóru að láta á sér bera þegar í ljós kom að hún hefði áður sótt um hæli í Svíþjóð árið 2013 og þá sagst vera fædd árið 2000. Henni var synjað um hæli þar í landi. 

Kon­an held­ur því fram að hún hafi fram­vísað fölsuðu vega­bréfi í Svíþjóð þar sem hún hafi ein­ung­is verið 11 ára göm­ul þegar hún sótti um hæli þar og því hafi hún talið að sér yrði neitað um hæli þar í landi ef stjórn­völd gerðu sér grein fyr­ir ung­um aldri henn­ar. Stjórn­völd vildu senda kon­una aft­ur til Svíþjóðar en hún tel­ur næsta víst að henni verði vísað þaðan til Pak­ist­ans þar sem hún fékk ekki alþjóðlega vernd í Svíþjóð á sín­um tíma. 

Sagði ekki frá bróður sín­um

Hinn 6. ág­úst 2019 fór kon­an fram á end­urupp­töku á máli sínu. Þá voru liðnir 12 mánuðir frá því að hún sótti um alþjóðlega vernd 6. ág­úst 2018. Kær­u­nefnd út­lend­inga­mála hafnaði þeirri beiðni með úr­sk­urði hinn 10. októ­ber 2019. Byggðist sú niðurstaða á því að kon­an bæri ábyrgð á til­greind­um töf­um sem orðið hefðu þris­var sinn­um á málsmeðferð um­sókn­ar henn­ar, sem rekja mætti til þess að hún upp­fyllti ekki skyldu sína til að greina satt og rétt frá at­vik­um hjá stjórn­völd­um.

Því er kon­an ósam­mála og tel­ur að hún sé ekki ábyrg fyr­ir um­rædd­um töf­um. Því er héraðsdóm­ur Reykja­vík­ur sam­mála. Taf­irn­ar komu til af nokkr­um ástæðum, í fyrsta lagi vegna lík­ams­rann­sókn­ar, í öðru lagi vegna þess að kon­an greindi í fyrstu ekki frá því að hún ætti bróður hér á landi og í þriðja lagi vegna þess að kon­an sótti einnig um vernd með kjör­for­eldr­um sín­um.

Kon­an seg­ir að hún hafi ekki greint frá því að hún ætti bróður hér á landi, sem einnig sótti um alþjóðlega vernd, vegna þess að hann hefði beitt hana lík­am­legu of­beldi þegar þau dvöldu í Svíþjóð og einnig vegna þess að hann væri ekki líf­fræðileg­ur bróðir henn­ar. 

Tann­grein­ing­in ekki van­v­irðandi

Kjör­for­eldr­ar kon­unn­ar sóttu um alþjóðlega vernd hér á landi í októ­ber 2018 en stjúp­faðir henn­ar gift­ist móður kon­unn­ar þegar hún var fjög­urra ára. Móðirin lést ári seinna. Kon­an óskaði eft­ir sam­ein­ingu við þau fjór­um mánuðum eft­ir að hún kom sjálf til lands­ins og seg­ir dóm­ur­inn það skilj­an­legt. Dóm­ur­inn tel­ur ekki rétt­læt­an­legt að hún verði tal­in hafa tafið málsmeðferðina með því að greina ekki frá því fyrr.

Dóm­ur­inn féllst ekki á að kon­an eigi rétt á miska­bót­um tann­grein­ing­ar sem hún var lát­in und­ir­gang­ast til ald­urs­grein­ing­ar. Ekki verði séð að rann­sókn­in hafi verið fram­kvæmd á ómannúðleg­an eða van­v­irðandi hátt.

Tann­grein­ing­ar hafa verið fram­kvæmd­ar inn­an veggja Há­skóla Íslands og hef­ur það verið harðlega gagn­rýnt af stúd­enta­hreyf­ing­um lands­ins sem og Evr­ópu­sam­tök­um stúd­enta. Há­skól­inn tók ákvörðun um að hætta tann­grein­ing­um í mars síðastliðnum.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert