„Gæti jafnvel orðið einhver aukning“

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Við bú­umst við fjölda dag­legra smita núna dag­lega næstu dag­ana. Það gæti jafn­vel orðið ein­hver aukn­ing, það er ekki loku fyr­ir það skotið því þess­ar aðgerðir fara ekki að bíta fyrr en eft­ir svona eina til tvær vik­ur,“ seg­ir Þórólf­ur Guðna­son sótt­varna­lækn­ir spurður hvort bú­ast hafi mátt við þeim 87 smit­um sem greind­ust inn­an­lands í gær. 

Um 70 þeirra smita sem hafa greinst á síðustu dög­um má rekja til hne­fa­leika­stöðvar í Kópa­vogi. Smit­in má ann­ars rekja til ým­issa manna­móta, fjöl­skyldu­boða, hitt­inga vina og hlaupa­hópa svo fátt eitt sé nefnt. 

Far­ald­ur­inn er ekki á upp­leið? 

„Við höf­um séð þess­ar sveifl­ur á milli daga alltaf. Það sem þarf að skoða aðeins bet­ur er þró­un­in á hon­um. Hann er alla vega ekki að rjúka upp og það er ánægju­legt,“ seg­ir Þórólf­ur. Hann tel­ur að bú­ast megi við færri smit­um eft­ir eina til tvær vik­ur. 

70 smit tengj­ast hne­fa­leika­stöð

Það á eft­ir að rekja stór­an hluta þeirra smita sem greind­ust í gær og seg­ir Þórólf­ur því ekki ljóst hvort ein­hver þeirra eigi upp­tök sín í hóp­sýk­ing­um. Spurður um rakn­ingu smita sem hafa greinst á síðustu dög­um seg­ir Þórólf­ur:

„Um 70 af þess­um sýk­ing­um sem hafa verið að grein­ast und­an­farna daga má rekja til þessa hne­fa­leika­fé­lags eða lík­ams­rækt­ar­stöðvar í Kópa­vogi. Hvort við séum búin að sjá fyr­ir end­ann á því veit ég ekki. Svo er þetta bara það sama – þetta eru fjöl­skyldu­hóp­ar og vina­hóp­ar, fólk sem er að hitt­ast, jafn­vel hlaupa­hóp­ar og það er á þeim grunni sem við erum að biðla til fólks að fella slíka hópa­mynd­un niður nema kannski fjöl­skyld­ur nátt­úr­lega, við get­um ekki fellt þær niður.“

Ekki í far­vatn­inu að breyta regl­um

Hert­ar aðgerðir tóku gildi á höfuðborg­ar­svæðinu í dag og er mark­miðið að minnka út­breiðslu smita með þeim.

Þið eruð vænt­an­lega alltaf að end­ur­meta aðgerðir? 

„Við erum að skoða þetta í ljósi út­færsl­unn­ar. Það get­ur vel verið að það komi eitt­hvað fram sem þýðir að við þurf­um að breyta áhersl­um en það er ekk­ert í far­vatn­inu að breyta þess­um regl­um sem nú eru í gangi,“ seg­ir Þórólf­ur. 

Spurður hvað þurfi að koma til svo slakað verði á aðgerðum seg­ir hann að marg­ir þætt­ir spili þar inn í. Ekki sé miðað við sér­stak­an smitstuðul eða ný­gengi í þeim efn­um. 

„Við bú­umst ekki við því að sjá ár­ang­ur af þessu fyrr en eft­ir 1-2 vik­ur. Í fram­haldi af því þarf að meta þessa hluti sem við höf­um alltaf verið að meta: Fjölda nýsmita, fjölda þeirra sem eru í sótt­kví, hvernig þess­ar sýk­ing­ar eru, hvort það sé hægt að rekja þær í ein­hverja ákveðna starf­semi, fjölda inn­lagna, álagið á heil­brigðis­kerfið. All­ir þess­ir þætt­ir spila inn í það mat hvort við vilj­um fara að aflétta aðgerðum.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert