Grjót féll úr hlíð fyrir ofan veg innst í Ísafjarðardjúpi í gærkvöldi og lenti á flutningabíl sem átti þar leið um.
Ökumann sakaði ekki en bifreiðin er óökufær á veginum. Unnið er að því að fjarlægja hana, að því er kemur fram á facebooksíðu lögreglunnar á Vestfjörðum. Það gæti þó tekið nokkrar klukkustundir.
Fyrir vikið er erfitt fyrir stórar bifreiðar að komast framhjá.
Vegurinn í Ísafirðinum - hindrun. Í gærkveldi féll grjót úr hlíðinni ofan vegarins í Ísafirði (innst í...
Posted by Lögreglan á Vestfjörðum on Miðvikudagur, 7. október 2020