Grunnskólabörn einu gestir lauganna

Frá Laugardalslaug áður en faraldurinn skall á hérlendis.
Frá Laugardalslaug áður en faraldurinn skall á hérlendis. mbl.is/Kristinn Magnússon

Skóla­sundi verður áfram haldið úti í grunn­skól­um Reykja­vík­ur­borg­ar þótt ein­hverj­ar trufl­an­ir verði á því til að byrja með í Breiðholts­laug vegna smits sem kom upp þar, að sögn Steinþórs Ein­ars­son­ar, skrif­stofu­stjóra íþrótta- og tóm­stundaráðs borg­ar­inn­ar. Grunn­skóla­börn verða þau einu sem sækja laug­arn­ar heim næstu vik­ur. 

Þær upp­lýs­ing­ar feng­ust hjá Kópa­vogs­bæ að þar yrði skóla­sundi haldið áfram þrátt fyr­ir lok­un sund­lauga, eins og ann­ars staðar á höfuðborg­ar­svæðinu. 

Öllum sund­laug­um höfuðborg­ar­svæðis­ins var lokað í dag. Er um að ræða eina af þeim aðgerðum sem ráðist er í á höfuðborg­ar­svæðinu til að koma í veg fyr­ir út­breiðslu smits. Sam­kvæmt reglu­gerð heil­brigðisráðherra er skóla­sund grunn­skóla­barna, barna sem fædd eru 2005 og síðar, leyfi­legt. Í gær bár­ust frétt­ir þess efn­is að skóla­sundi yrði ekki haldið áfram í Reykja­vík en það átti ein­ung­is við um gær­dag­inn. 

„Skóla- og frí­stunda­svið tók ákvörðun um að skóla­sundið væri ekki í boði í gær á meðan enn var opið fyr­ir al­menn­ingi,“ seg­ir Steinþór. Það var vegna þess að marg­ir skól­ar koma sam­an í skóla­sund í ákveðnum laug­um og þótti það ekki væn­legt vegna fjölda smita, sér­stak­lega þegar al­menn­ingi var enn hleypt í laug­arn­ar.

„Nú þegar búið er að loka á sund­laug­um fyr­ir al­menn­ingi þá mun­um við setja skóla­sund aft­ur af stað,“ seg­ir Steinþór. 

„Það verður ekki skóla­sund al­veg til að byrja með í Breiðholts­laug vegna þess að það kom upp smit þar en það er lík­lega bara fram að helgi sem það verður ekki.“

Mögu­lega verða ein­hverj­ar breyt­ing­ar á skipu­lagi skóla­sunds svo blönd­un hópa eigi sér ekki stað. Áfram munu grunn­skóla­börn njóta íþrótta­kennslu þrátt fyr­ir tak­mark­an­ir sem sett­ar hafa verið á íþróttaiðkun ung­menna og full­orðinna.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert