Helgihald fellur niður næstu vikur

Kvennabrekka í Dalasýslu.
Kvennabrekka í Dalasýslu. mbl.is/Sigurður Bogi

Biskup Íslands, sr. Agnes M. Sigurðardóttir, hefur ritað bréf til starfsmanna kirkjunnar. Þar mælist hún til þess að kirkjustarfi verði hagað með vissum hætti í ljósi hertra aðgerða stjórnvalda við heimsfaraldrinum, sem miðast við 20 manna samkomutakmörk. Þetta kemur fram á vefnum kirkjan.is.

Mælst er til þess að opið helgihald falli niður í október en jafnframt er hvatt til þess að hugað verði að boðun fagnaðarerindisins í gegnum streymi. Þá óskar biskup þess að allar kóræfingar falli niður í október og hvetur organista og kórstjóra til að halda æfingum upp í gegnum fjarfundabúnað.

Biskup minnir á að 50 manna fjöldatakmörkun er við útfarir. Þau sem eru með undirliggjandi sjúkdóm vísi frá sér athöfnum. Tuttugu manna fjöldatakmörkun gildir við kirkjulegar athafnir eins og skírn og hjónavígslur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert