Kennarar upplifa sig ekki alls staðar örugga

Ragnar Þór Pétursson, formaður Kennarasambands Íslands.
Ragnar Þór Pétursson, formaður Kennarasambands Íslands. mbl.is/Sigurður Bogi

Kenn­ara­stétt­in hef­ur mjög tak­mörkuð tæki­færi til þess að efla sín­ar per­sónu­legu varn­ir gagn­vart Covid-19, sér­stak­lega hvað varðar skólastarf með ung­um börn­um, að sögn for­manns Kenn­ara­sam­bands Íslands. Mis­jafnt er á milli skóla hversu vel er gætt að vel­ferð kenn­ara. Formaður­inn seg­ir það mikla áskor­un að halda uppi skóla­starfi og gæta ýtr­ustu sótt­varna á sama tíma.

Spurður hvort vel­ferð kenn­ara og nem­enda þeirra sé tryggð inn­an skól­anna í þess­ari þriðju bylgju far­ald­urs­ins seg­ir Ragn­ar Þór Pét­urs­son, formaður Kenn­ara­sam­bands Íslands:

„Það er álita­mál. Við vit­um að sums staðar er þetta til mik­ill­ar fyr­ir­mynd­ar en svo heyr­um við að svo sé ekki alls staðar. Það snýr þá oft að skipu­lagi, það sé meiri blönd­un en æski­legt geti tal­ist, það sé verið að boða staðfundi þar sem fólk hitt­ist í hóp­um og svona, svo við höf­um áhyggj­ur af þessu.“

Kenn­ara­sam­bandið, í sam­starfi við mennta­málaráðuneytið, und­ir­býr nú könn­un sem verður send til starfs­manna á öll­um skóla­stig­um. Þar verður spurt um starfsaðstæður á tím­um Covid-19.

„Með henni vilj­um við kort­leggja hvernig þetta er og fá lýs­ingu skóla­fólks á stöðunni og ástand­inu í þeirri von að það verði hægt að bregðast við og laga það sem þarf þar sem lag­fær­ing­ar er þörf,“ seg­ir Ragn­ar.

Framhaldsskólanemendur klæðast nú margir hverjir grímum og stunda fjarnám.
Fram­halds­skóla­nem­end­ur klæðast nú marg­ir hverj­ir grím­um og stunda fjar­nám. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Varn­ar­búnaður og grím­ur ekki í mynd­inni

Aðgerðir sem heil­brigðisráðherra hef­ur samþykkt, bæði á landsvísu og á höfuðborg­ar­svæðinu þar sem aðgerðirn­ar eru harðari, til að sporna við út­breiðslu Covid-19, eiga ekki við um börn sem eru fædd árið 2005 og síðar, þ.e.a.s. þá eru grunn- og leik­skóla­börn und­an­skil­in aðgerðunum. Fjar­lægðar­tak­mörk eru á meðal þess sem er innifalið í aðgerðum.

Ragn­ar seg­ir mis­raun­hæft að halda tveggja metra reglu inn­an skól­anna, sér­stak­lega hvað varðar yngri nem­end­ur.

„Þar sem það er kannski óraun­hæf­ast að viðhafa slík­ar varn­ir þar sem unnið er með ung­um börn­um kem­ur ekki til álita að menn séu kapp­klædd­ir í ein­hvern varn­ar­búnað með grímu. Það er kannski mun­ur­inn á kenn­ara­stétt­inni og öðrum fram­línu­stétt­um að kenn­ara­stétt­in hef­ur mjög tak­mörkuð tæki­færi til að efla sín­ar per­sónu­legu varn­ir. Eðli­lega hafa menn áhyggj­ur af því. Þá kannski fyrst og fremst þegar skipu­lag eða aðstæður gera kröfu um meiri nánd en mönn­um þykir þægi­leg,“ seg­ir Ragn­ar.

„Svo heyr­um við um leið af fjölda skóla og sveit­ar­fé­laga þar sem er verið að gera þetta mjög vel og fólk upp­lif­ir sig ör­uggt en það er ekki alls staðar og þess vegna þarf að hjálpa þeim sem hjálp­ar eru þörf í því að tryggja ör­yggi allra.“

„Þetta er ofboðsleg áskorun. Ekki bara fyrir okkur hér á …
„Þetta er ofboðsleg áskor­un. Ekki bara fyr­ir okk­ur hér á landi held­ur um heim all­an vegna þess að bara ein­föld aðgerð eins og það að fara með hluta náms í fjar­nám skap­ar strax aðstöðumun,“ seg­ir Ragn­ar. mbl.is/​Hari

Valdið hjá sótt­varna­lækni

Í fyrstu bylgju far­ald­urs­ins giltu fjar­lægðar­tak­mörk líka um börn. Þá var meira um fjar­nám á grunn­skóla­stigi en nú. Spurður hvort ekki hafi komið til tals að koma slíkri til­hög­un aft­ur á seg­ir Ragn­ar:

„Sótt­varna­lækn­ir tek­ur ákvörðun um það hvort fjar­lægðatak­mark­an­ir gildi um börn og ung­linga. Hann full­yrðir að til­gáta hans frá því í vor, þegar hann aflétti þessu gagn­vart nem­end­um, hafi styrkst. Valdið er hjá hon­um varðandi það og fátt sem skól­ar geta gert á hverj­um tíma annað en að fara að til­mæl­um sótt­varna­lækn­is eins vel og hægt er.“

Það er vænt­an­lega vandrataður stíg­ur að halda uppi þess­ari mik­il­vægu grunnþjón­ustu og á sama tíma halda smit­un­um frá skóla­kerf­inu?

„Já. Þetta er ofboðsleg áskor­un. Ekki bara fyr­ir okk­ur hér á landi held­ur um heim all­an vegna þess að bara ein­föld aðgerð eins og það að fara með hluta náms í fjar­nám skap­ar strax aðstöðumun. Við eig­um nú þegar rann­sókn­ir sem sýna það að jöfnuður í mennta­kerf­inu okk­ar, sem hef­ur verið eitt af okk­ar stóru af­rek­um, er í dá­lít­illi hættu. Þeir hóp­ar sem voru lík­leg­ast­ir til að hverfa út úr mennta­kerf­inu í vor voru ann­ars veg­ar nem­end­ur af er­lend­um upp­runa og hins veg­ar nem­end­ur með veika fé­lags­lega stöðu.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert