Koma til móts við smærri fyrirtæki

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. mbl.is/Arnþór

Rík­is­stjórn­in mun koma til móts við þau smærri fyr­ir­tæki sem hafa þurft að loka vegna nýrra sótt­varnaaðgerða. Vinna stend­ur yfir í Stjórn­ar­ráðinu og vænt­ir Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra þess að komn­ar verði nokkuð mótaðar til­lög­ur þess efn­is síðar í þess­um mánuði.

Síðasta vor var fyr­ir­tækj­um komið til aðstoðar með lok­un­ar­styrkj­um og er verið að fara yfir reynsl­una af því. „Það mun þurfa að koma til móts við þessa aðila,“ seg­ir Katrín.

„Auðvitað koma þess­ar ráðstaf­an­ir mjög mis­jafn­lega niður á ólík­um fyr­ir­tækj­um. Við erum að ein­hverju leyti með al­menn­ar aðgerðir sem miðast við tekjutap en við erum að sjálf­sögðu að hugsa um þá sem bein­lín­is þurfa að loka,“ seg­ir hún en á meðal fyr­ir­tækja sem hafa þurft að loka eru hár­greiðslu- og snyrti­stof­ur.

Með grímur á hárgreiðslustofunni Hár og heilsa í Bergstaðarstræti í …
Með grím­ur á hár­greiðslu­stof­unni Hár og heilsa í Bergstaðarstræti í ág­úst síðastliðnum. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Varðandi al­mennu aðgerðirn­ar seg­ir Katrín ým­is­legt í und­ir­bún­ingi. Farið verður í aðgerðir sem voru boðaðar í tengsl­um við síðasta lífs­kjara­samn­ing. Komið verður til móts við rekstr­araðila sem hafa orðið fyr­ir veru­legu tapi og eru fyr­ir­tæki í ferðaþjón­ust­unni þar mest áber­andi. Einnig verður m.a. komið til móts við tón­list­ar- og sviðslista­fólk.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert