Leggur til fimm breytingar á sóttvarnarlögum

Meðal annars er fyrirhugað að hlutverk sóttvarnarlæknis verði skýrt nánar …
Meðal annars er fyrirhugað að hlutverk sóttvarnarlæknis verði skýrt nánar í lögum. Ljósmynd/Landspítalinn

Starfs­hóp­ur á veg­um heil­brigðisráðherra, sem tek­ur nú sótt­varn­ar­lög til end­ur­skoðunar, hyggst meðal ann­ars tryggja að kveðið verði á um hlut­verk sótt­varn­ar­lækn­is með ná­kvæm­ari hætti í 5. gr. sótt­varn­ar­laga. Ráðherra ætl­ar að mæla fyr­ir frum­varp­inu í janú­ar 2021.

Í skjali um áform laga­setn­ing­ar­inn­ar, sem heil­brigðisráðherra hef­ur birt á Sam­ráðsgátt, er talið að nauðsyn­legt sé að end­ur­skoða sótt­varn­ar­lög­in; önn­ur úrræði komi ekki til greina þar sem um ræðir stjórn­ar­skrár­var­in rétt­indi fólks og heim­ild­ir stjórn­valda þurfi því að koma fram í lög­um og vera nægj­an­lega skýr­ar til að telj­ast viðhlít­andi rétt­ar­grund­völl­ur rétt­inda­skerðing­ar. Því sé ekki unnt að nota önn­ur urræði, s.s. að setja reglu­gerð.

Lagðar eru til fimm breyt­ing­ar á sótt­varn­ar­lög­um:

1. Taka til end­ur­skoðunar ákvæði IV. kafla lag­anna sem kveða á um op­in­ber­ar sótt­varn­ar­ráðstaf­an­ir.

2. Skoða hvort rétt sé að hafa sér­stakt orðskýr­ing­ar­á­kvæði í lög­un­um, m.a. í sam­ræmi við hug­taka­notk­un í alþjóðaheil­brigðis­reglu­gerðinni.

3. Kveða á um hlut­verk sótt­varna­lækn­is með ná­kvæm­ari hætti í 5. gr. lag­anna.

4. Skýra 14. gr. lag­anna m.a. með þeim hætti að ákvæðið taki til hvort tveggja smitaðra sem og þeirra ein­stak­linga sem rök­studd­ur grun­ur er um að hafi smit­ast af smit­sjúk­dómi.

5. Fella sótt­kví und­ir málsmeðferð 15. gr. lag­anna.

Þörf á að skýra úrræði borg­ara við frels­is­svipt­ingu

Seg­ir í skjali um áformin að gild­andi lög og regl­ur hafi al­mennt reynst vel í bar­átt­unni við heims­far­ald­ur­inn en rétt sé að skerpa á og skýra lög­gjöf­ina miðað við reynslu síðustu mánaða.

Þannig sé nauðsyn­legt að yf­ir­fara og skoða hvort lög­in taki nægi­legt til­lit til þeirr­ar þró­un­ar sem orðið hef­ur í beit­ingu mann­rétt­inda­ákvæða stjórn­ar­skrár­inn­ar og mann­rétt­inda­sátt­mála Evr­ópu, og gera til­lög­ur að breyt­ing­um.

„Mark­mið með laga­setn­ingu er að skýra bet­ur heim­ild­ir stjórn­valda til op­in­berra sótt­varn­aráðstaf­ana í sam­ræmi við kröf­ur lög­mæt­is­regl­unn­ar og laga­áskilnaðarreglna stjórn­ar­skrár­inn­ar. Þannig geti bæði viðkom­andi stjórn­völd og borg­ar­arn­ir gert sér bet­ur grein fyr­ir þeim heim­ild­um sem stjórn­völd hafa til að bregðast við út­breiðslu far­sótta. Enn frem­ur að kveða á um og skýra bet­ur úrræði borg­ar­anna til að láta reyna á þær ráðstaf­an­ir sem fela í sér frels­is­svipt­ingu að ein­hverju leyti,“ seg­ir meðal ann­ars í skjali heil­brigðisráðherra.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert