Loka vegum og rýma hús eftir aurskriðu

Loka þurfti vegum vegna aurs og gróts.
Loka þurfti vegum vegna aurs og gróts. Ljósmynd/Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra

Loka þurfti Eyja­fjarðarbraut vest­ari og brúnni yfir Eyja­fjarðará við Vatns­enda vegna stórr­ar aur­skriðu sem féll ofan við bæ­inn Gilsá 2 í Eyjaf­irði í gær.

Í til­kynn­ingu al­manna­varna­deild­ar rík­is­lög­reglu­stjóra seg­ir að aur og grjót nái nú að Eyja­fjarðarbraut og sé nú þegar farið að ganga yfir veg­inn. Hætta sé á staðnum og hafa hús á svæðinu verið rýmd.

Stór aurskriða féll í Eyjafirði í gær.
Stór aur­skriða féll í Eyjaf­irði í gær. Ljós­mynd/​Al­manna­varna­deild rík­is­lög­reglu­stjóra

Lög­reglu­menn ásamt sér­sveit rík­is­lög­reglu­stjóra og sér­fræðing­um frá Veður­stofu Íslands og Nátt­úru­fræðistofn­un hafa metið aðstæður í dag, en mikið vatns­rennsli hef­ur verið í skriðusár­inu og er enn. Ekki er úti­lokað að fleiri skriður geti fallið á svæðinu, seg­ir í til­kynn­ing­unni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert