Loka vegum og rýma hús eftir aurskriðu

Loka þurfti vegum vegna aurs og gróts.
Loka þurfti vegum vegna aurs og gróts. Ljósmynd/Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra

Loka þurfti Eyjafjarðarbraut vestari og brúnni yfir Eyjafjarðará við Vatnsenda vegna stórrar aurskriðu sem féll ofan við bæinn Gilsá 2 í Eyjafirði í gær.

Í tilkynningu almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra segir að aur og grjót nái nú að Eyjafjarðarbraut og sé nú þegar farið að ganga yfir veginn. Hætta sé á staðnum og hafa hús á svæðinu verið rýmd.

Stór aurskriða féll í Eyjafirði í gær.
Stór aurskriða féll í Eyjafirði í gær. Ljósmynd/Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra

Lögreglumenn ásamt sérsveit ríkislögreglustjóra og sérfræðingum frá Veðurstofu Íslands og Náttúrufræðistofnun hafa metið aðstæður í dag, en mikið vatnsrennsli hefur verið í skriðusárinu og er enn. Ekki er útilokað að fleiri skriður geti fallið á svæðinu, segir í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert