Mesti samdráttur sem mælst hefur

Á Holtavörðuheiði.
Á Holtavörðuheiði. mbl.is/Sigurður Bogi

Umferðin á hringvegi í september dróst saman um heil 16,3 prósent frá sama mánuði í fyrra. Þetta er sjöfalt meiri samdráttur en áður hefur mælst.

„Hér stýrir kórónufaraldurinn för og fækkun ferðamanna enda hefur umferð á ferðamannaleiðum dregist saman um t.d. 75 prósent á hringvegi í Lóni. Þar munar væntanlega mest um ferðamennina,“ segir í frétt á heimasíðu Vegagerðarinnar. Útlit er fyrir 11-12 prósenta samdrátt í ár, sem hefur ekki áður mælst svo mikill.

Þetta er langmesti samdráttur sem orðið hefur milli septembermánaða á 16 lykilteljurum Vegagerðarinnar á hringvegi. Áður hafði mest mælst 2,6% samdráttur milli áranna 2007 og 2008. Leita þarf aftur til ársins 2015 til að finna minni umferð í september á hringvegi.

Samdráttur varð í öllum landsvæðum en mest dróst umferð saman um mælisnið á Austurlandi eða um tæp 49% en minnst við höfuðborgarsvæðið eða tæp 4%.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert