Nærri níu nýjar nefndir í hverjum mánuði

Þorbjörg vísað til svara ráðuneyta við fyrirspurn Viðreisnar.
Þorbjörg vísað til svara ráðuneyta við fyrirspurn Viðreisnar. mbl.is/Árni Sæberg

Nærri því níu nýj­um nefnd­um, starfs- og stýri­hóp­um var komið á fót í hverj­um mánuði frá því nú­ver­andi rík­is­stjórn var mynduð í lok nóv­em­ber árið 2017 og fram í mars á þessu ári. Tek­ist var á um nyt­semi þess­ara nefnda á Alþingi.

Þor­björg Sig­ríður Gunn­laugs­dótt­ir, þingmaður Viðreisn­ar, vakti máls á því í umræðu um fjár­mála­áætl­un á Alþingi í gær, að alls hefðu 248 nefnd­ir af þess­um toga verið stofnaðar á þessu tíma­bili. Fleiri hafa verið stofnaðar síðan.

Töl­ur frá því í mars

Sagðist hún þar setja spurn­ing­ar­merki við ákveðna til­hneig­ingu rík­is­stjórn­ar­inn­ar, „sem hef­ur verið sú að setja stöðugt upp fleiri hópa, sem halda áfram að tala og greina stöðu“.

Vísaði hún til svara ráðuneyt­anna sem bár­ust í mars við fyr­ir­spurn úr þing­flokki Viðreisn­ar um þetta efni.

Fjöldi nefnda sem ráðherr­ar höfðu þá skipað var eft­ir­far­andi:

  • For­sæt­is­ráðherra: 37
  • Fé­lags­málaráðherra: 34
  • Heil­brigðisráðherra: 33
  • Mennta­málaráðherra: 33
  • Sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra: 22
  • Um­hverf­is­ráðherra: 21
  • Sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðherra: 17
  • Fjár­málaráðherra: 14
  • Iðnaðar, ferða- og ný­sköp­un­ar­málaráðherra: 13
  • Dóms­málaráðherra: 13
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar.
Þor­björg Sig­ríður Gunn­laugs­dótt­ir, þingmaður Viðreisn­ar.

„Hver ætli kostnaður­inn sé?“

„Alls voru þetta 248 nefnd­ir á kjör­tíma­bil­inu, sem eru að störf­um ofan á þær nefnd­ir sem þá þegar höfðu verið stofnaðar, og fleiri hafa verið stofnaðar síðan í mars,“ sagði Þor­björg á þingi í gær.

„Þetta gætu þá verið um þrjú hundruð nefnd­ir starf­andi í dag. Spurn­ing­in er þá sú, hvort virki­lega sé þörf á tvö hundruð og fimm­tíu til þrjú hundruð nýj­um nefnd­um á veg­um rík­is­stjórn­ar­inn­ar, og hvort það sé þannig að þegar fjár­málaráðherra tal­ar um blóðuga sóun í op­in­bera kerf­inu, að hann sé þá að vísa til þessa. Því hver ætli kostnaður­inn sé?“

„Vann hann fyr­ir kaup­inu sínu?“

Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra steig í ræðustól og svaraði Þor­björgu.

Sagðist hún ætla að fara yfir nokkra hópa, „og af hverju við skip­um hópa“.

„Ég skipaði til að mynda nefnd um upp­lýs­inga- og tján­ing­ar­frelsi. Hver er afrakst­ur­inn? Jú, ný upp­lýs­inga­lög, vernd­un upp­ljóstr­ara, skýr­ari regl­ur um tján­ing­ar­frelsi op­in­berra starfs­manna. Þetta var hóp­ur. Vann hann fyr­ir kaup­inu sínu? Já, tví­mæla­laust,“ sagði Katrín.

„Ég skipaði hóp, í kjöl­far óveðurs­ins, nokk­urra ráðuneyta, sem fór yfir alla innviði í land­inu hvað varðar raf­orku- og fjar­skipta­ör­yggi,“ hélt hún áfram.

„Sá hóp­ur lagði fram gríðarlega um­fangs­mikla skýrslu, með gríðarlega um­fangs­mikl­um til­lög­um, um flýt­ingu verk­efna sem er að gera það að verk­um að við erum að flýta því að leggja jarðstrengi í jörð, við erum að flýta snjóflóðavörn­um, við erum að end­ur­skoða mönn­un og skipu­lag þeirra stofn­ana sem ann­ast raf­orku- og fjar­skipta­ör­yggi, og við erum að end­ur­skoða hlut­verk al­manna­varna.

Þessi hóp­ur hef­ur lokið störf­um sín­um. Vann hann fyr­ir kaup­inu sínu? Já ég held það. Vill ein­hver lenda aft­ur í því sem við lent­um í hér í óveðrinu í des­em­ber? Ég held ekki.“

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Sam­tal ólíkra aðila skili sér

Katrín benti einnig á að hún hefði sett á lagg­irn­ar hóp til að móta stefnu um fjórðu iðnbylt­ing­una, sem gerði lista yfir þau verk­efni sem vinna þurfi í þeim mála­flokki.

„Þau eru all­mörg og ég er meira að segja að fara að stofna nýj­an hóp sem sprett­ur af því, um að móta stefnu um gervi­greind fyr­ir ís­lenskt sam­fé­lag. Hverju er þetta að skila? Jú, þetta er að skila meðal ann­ars inn í mar­káætl­un á sviði vís­inda og ný­sköp­un­ar sem miðar að því að gera ís­lenskt sam­fé­lag bet­ur í stakk búið til að tak­ast á við tækni­breyt­ing­ar.

Vann þessi hóp­ur fyr­ir kaup­inu sínu? Já ég myndi segja það.“

Katrín sagðist trúa á það að sam­tal milli ólíkra aðila skili sér, og tók um leið dæmi um fleiri hópa.

Af hverju erum við að setja niður þessa hópa? Jú, það er til að ná fram fram­fara­mál­um fyr­ir sam­fé­lagið.“

Megnið af hóp­un­um lokið störf­um

Þor­björg sneri aft­ur í ræðustól og sagði að vita­skuld héldi hún því ekki fram, að nefnd­ir eigi ekki rétt á sér eða að þær geti ekki skilað ár­angri.

„Held­ur það hvort hér mætti ekki aðeins huga að því hver þró­un­in er. Og það er áhuga­vert að heyra í því sam­bandi að það standi til að fjölga þess­um hóp­um.“

Katrín sagðist þá geta glatt Þor­björgu með þeirri staðreynd að megnið af þess­um hóp­um hefði nú lokið störf­um, „og skilað þeim ár­angri sem ég fór yfir hér áðan“.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert