Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hrósar fyrirtækinu Kjörís í færslu á Facebook. Segir hann auglýsingu fyrirtækisins hitta beint í mark og að hún sé lýsandi fyrir hugarfar hjá flottu fyrirtæki.
Ljóst þykir að í auglýsingunni sé vísað til ummæla Ragnars Þórs sem hann lét falla í september, þegar hann sagði að Guðrún Hafsteinsdóttir, varaformaður stjórnar Lífeyrissjóðs verslunarmanna og ein eigenda Kjöríss, ætti að „snúa sér að því sem hún gerir best, sem er að framleiða ís“.
Ummælin féllu í kvöldfréttum RÚV, eftir að Ragnar hafði lýst yfir vantrausti á hendur Guðrúnu vegna ummæla hennar í tengslum við hlutafjárútboð Icelandair.
Þetta finnst mér vel gert og lýsandi fyrir hugarfarið hjá flottu fyrirtæki. Beint í mark hjá Kjörís :)
Posted by Ragnar Þór Ingólfsson on Wednesday, October 7, 2020