Ragnar Þór hrósar Kjörís

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ragn­ar Þór Ing­ólfs­son, formaður VR, hrós­ar fyr­ir­tæk­inu Kjörís í færslu á Face­book. Seg­ir hann aug­lýs­ingu fyr­ir­tæk­is­ins hitta beint í mark og að hún sé lýs­andi fyr­ir hug­ar­far hjá flottu fyr­ir­tæki.

Ljóst þykir að í aug­lýs­ing­unni sé vísað til um­mæla Ragn­ars Þórs sem hann lét falla í sept­em­ber, þegar hann sagði að Guðrún Haf­steins­dótt­ir, vara­formaður stjórn­ar Líf­eyr­is­sjóðs versl­un­ar­manna og ein eig­enda Kjöríss, ætti að „snúa sér að því sem hún ger­ir best, sem er að fram­leiða ís“.

Um­mæl­in féllu í kvöld­frétt­um RÚV, eft­ir að Ragn­ar hafði lýst yfir van­trausti á hend­ur Guðrúnu vegna um­mæla henn­ar í tengsl­um við hluta­fjárút­boð Icelanda­ir.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert