Refsing vegna kynferðisbrots látin niður falla

Héraðsdómur Vesturlands dæmdi ákærða til greiðslu miskabóta.
Héraðsdómur Vesturlands dæmdi ákærða til greiðslu miskabóta. mbl.is/Sigurður Bogi

Héraðsdóm­ur Vest­fjarða dæmdi í dag ein­stak­ling til greiðslu miska­bóta fyr­ir að hafa tvisvar sinn­um gripið utan­k­læða um vinstra brjóst brotaþola inni á skemmti­stað í mars síðastliðnum, en með brot­inu rauf hann tveggja ára skil­orð fyr­ir blygðun­ar­sem­is­brot sem hann framdi fyr­ir ári.

Leit dóm­ur­inn til ský­lausr­ar játn­ing­ar ákærða og ákvað að hann skyldi sæta þriggja mánaða fang­elsis­vist en fulln­ustu refs­ing­ar­inn­ar frestað. Verður því refs­ing­in lát­in niður falla að liðnum tveim­ur árum frá dóms­birt­ingu, haldi ákærði al­mennt skil­orð 57.gr. al­mennra hegn­ing­ar­laga.

Krafðist brotaþoli 1.500.000 króna miska­bóta en ákærða var gert að greiða 200 þúsund krón­ur í miska­bæt­ur með vöxt­um sam­kvæmt 8. gr. laga nr. 38/​2001 um vexti og verðtrygg­ingu, frá því brotið var framið til 12. sept­em­ber en drátt­ar­vöxt­um sam­kvæmt 1. mgr. 9. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðslu­dags.

Var ákærða einnig gert að greiða all­an sak­ar­kostnað, þókn­un verj­anda síns og þókn­un rétt­ar­gæslu­manns brotaþola.

Dóm­ur héraðsdóms

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert