Sjúkraflutningafólk fær inni hjá ÍSOR

Sjúkraflutningafólk slökkviliðsins fær inn hjá ÍSOR á Grensásvegi núna í …
Sjúkraflutningafólk slökkviliðsins fær inn hjá ÍSOR á Grensásvegi núna í þessari bylgju faraldursins. Það er gert til að dreifa mannskapnum víðar og í minni hópa.

Slökkvilið höfuðborg­ar­svæðis­ins hef­ur fengið aðstöðu í hluta hús­næðis sem ÍSOR leig­ir af Rík­is­eign­um á Grens­ás­vegi 9, en þar verða tveir sjúkra­bíl­ar staðsett­ir ásamt sjúkra­flutn­inga­mönn­um.

Kem­ur þessi ráðstöf­un í kjöl­far mik­ils álags sem hef­ur verið í sjúkra­flutn­ing­um frá upp­hafi Covid-19 far­ald­urs­ins, en slökkviliðið met­ur að lík­lega verði slíkt álag áfram á næst­unni.

Kall­ar sú staða á að skipta mann­skap upp á mis­mun­andi staði. „Álags­sveifl­ur vegna COVID kalla á auk­inn mannafla á vakt, á sama tíma og mik­il­vægt er að skipta starfs­fólki á vakt upp í smærri hópa til að koma í veg fyr­ir að missa marga í sótt­kví eða ein­angr­un,“ seg­ir í til­kynn­ingu frá slökkviliðinu.

Þegar hef­ur verið haf­ist handa við að tæma hús­næðið og gert ráð fyr­ir að það verði af­hent á næst­unni.

Áður þegar far­ald­ur­inn hef­ur blossað upp hef­ur slökkviliðið fengið inni á fleiri stöðum en í eig­in hús­næði ein­mitt til að tryggja smit­varn­ir og hafa mann­skap­inn í fleiri en minni hóp­um. Hef­ur slökkviliðið meðal ann­ars fengið inni hjá björg­un­ar­sveit­um á nokkr­um stöðum á höfuðborg­ar­svæðinu í fyrri bylgj­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert