Nú eru framkvæmdir í fullum gangi við Grensásveg 1 þar sem Kvikmyndaskóli Íslands var áður til húsa. Búið er að rífa húsið, sem breytir ásýnd svæðisins töluvert líkt og þeir sem hafa mætt í sýnatöku hinum megin við veginn hafa líklega tekið eftir.
Á lóðinni er áformað að reisa fjölbýlishús með allt að 175 íbúðum. Í myndskeiðinu má sjá hvernig svæðið lítur út eftir að húsnæðið, sem var á sínum tíma byggt af Hitaveitu Reykjavíkur, var rifið.