Smit á bráðamóttöku – 27 í sóttkví

Bráðamóttaka Landspítalans í Fossvogi.
Bráðamóttaka Landspítalans í Fossvogi. mbl.is/Kristinn Magnússon

Smit kom upp á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi á mánudaginn og fyrir vikið eru 27 starfsmenn komnir í sóttkví.

Þetta staðfestir Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðalækninga á spítalanum.

Samkvæmt heimildum mbl.is greindist smit hjá lækni en Jón Magnús vildi ekki staðfesta það.

Spurður út í áhrifin sem þetta hefur á bráðamóttökuna segir hann að hugsanlega þurfi að biðja aðra starfsmenn deildarinnar að bæta við sig vöktum. Hingað til hefur tekist að halda fullri starfsemi þar.

„Við viljum á sama tíma beina því til fólks að leita ráðlegginga hjá heilsugæslunni í síma 1700 ef það er með einkenni sem það grunar að sé vegna Covid-19 í stað þess að leita beint til okkar,“ bætir Jón Magnús við. „Við höfum séð aukningu á því að fólk mæti í bráðamóttökuna með einkenni sem það grunar að séu vegna Covid.“

Jón Magnús Kristjánsson.
Jón Magnús Kristjánsson. mbl.is/Sigurður Bogi
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert