Smit kom upp í Brúarlandi

Varmárskóli í Mosfellsbæ.
Varmárskóli í Mosfellsbæ. mbl.is/Arnþór

All­ir nem­end­ur og starfs­fólk Brú­ar­lands, sem er hluti af Varmár­skóla í Mos­fells­bæ, hafa verið send­ir í sótt­kví eft­ir að veiru­smit kom þar upp á mánu­dag.

Ein­göngu fjórði bekk­ur stund­ar nám í Brú­ar­landi og sam­kvæmt heim­ild­um mbl.is smitaðist þar einn nem­andi.

All­ir voru send­ir í úr­vinnslu­sótt­kví í morg­un þangað til frek­ari upp­lýs­ing­ar áttu að ber­ast frá smitrakn­ing­ar­t­eymi al­manna­varna.

Ekki náðist í skóla­stjór­ann Önnu Gretu Ólafs­dótt­ur við vinnslu frétt­ar­inn­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert