Allir nemendur og starfsfólk Brúarlands, sem er hluti af Varmárskóla í Mosfellsbæ, hafa verið sendir í sóttkví eftir að veirusmit kom þar upp á mánudag.
Eingöngu fjórði bekkur stundar nám í Brúarlandi og samkvæmt heimildum mbl.is smitaðist þar einn nemandi.
Allir voru sendir í úrvinnslusóttkví í morgun þangað til frekari upplýsingar áttu að berast frá smitrakningarteymi almannavarna.
Ekki náðist í skólastjórann Önnu Gretu Ólafsdóttur við vinnslu fréttarinnar.