Snjallmenni svarar

Snilld hjá Þjóðskrá.
Snilld hjá Þjóðskrá. mbl.is/Sverrir Vilhelmsson

Þjóðskrá Íslands hefur tekið í notkun snjallmenni í netspjalli á vef stofnunarinnar www.skra.is. Snjallmennið getur svarað ýmsum spurningum um starfsemi Þjóðskrár Íslands og bent viðskiptavinum á gagnlegar slóðir.

Hægt er að fá samband við ráðgjafa í þjónustuveri milli klukkan 9 og 15 alla virka daga ef snjallmennið getur ekki svarað spurningum viðskiptavina, segir í tilkynningu.

Utan afgreiðslutíma tekur snjallmennið við fyrirspurnum og svarar eftir fremstu getu en annars tekur það við skilaboðum sem bíða afgreiðslu næsta virka dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert