Styrkir Frú Ragnheiði um fjórar milljónir

Sjálfboðaliðar Frú Ragnheiðar að störfum.
Sjálfboðaliðar Frú Ragnheiðar að störfum. Ljósmynd/Aðsend

Minn­ing­ar­sjóður Lofts Gunn­ars­son­ar hef­ur ákveðið að veita skaðam­innk­un­ar­verk­efn­inu Frú Ragn­heiði styrk upp á fjór­ar millj­ón­ir króna. Styrk­ur­inn er svar við söfn­un sem Frú Ragn­heiður stend­ur fyr­ir til kaupa á nýj­um bíl.

Þó að nú­ver­andi bíll hafi sinnt verk­efni sínu vel mun nýr bíll styðja við ör­yggi og þæg­indi skjól­stæðinga og sjálf­boðaliða á vett­vangi í þeirra mik­il­væga starfi,“ seg­ir í frétta­til­kynn­ingu sem minn­ing­ar­sjóður­inn sendi frá sér í dag. Ljóst er að þessi rausn­ar­legi styrk­ur mun nýt­ast Frú Ragn­heiði vel, en á söfn­un­ar­síðu verk­efn­is­ins seg­ir að nýr fullút­bú­inn bíll kosti 10 millj­ón­ir króna.

Þó gamli bíllinn hafi nýst vel er kominn tími á …
Þó gamli bíll­inn hafi nýst vel er kom­inn tími á end­ur­nýj­un. Ljós­mynd/​Aðsend

Frú Ragn­heiður var sett á lagg­irn­ar árið 2009 en verk­efnið hef­ur þann til­gang að ná til jaðar­settra hópa í sam­fé­lag­inu eins og hús­næðis­lausra ein­stak­linga og ein­stak­linga sem nota vímu­efni um æð og bjóða þeim skaðam­innk­andi hjálp í formi heil­brigðis- og nála­skiptaþjón­ustu. Til þess að veita þessa þjón­ustu not­ar Frú Ragn­heiður sér­inn­réttaðan bíl, sem þarfn­ast nú upp­færslu. Árið 2019 hjálpaði Frú Ragn­heiður 519 ein­stak­ling­um í um 4.200 heim­sókn­um, en bíl­inn var á ferðinni 312 daga það ár.

Minn­ing­ar­sjóður Lofts Gunn­ars­son­ar er stofnaður í minn­ingu Lofts og er til­gang­ur hans að bæta hag útigangs­manna í Reykja­vík. Sjóður­inn hef­ur styrkt ýmis verk­efni, m.a. með því að gefa ný rúm og rúm­búnað til nota á gisti­skýl­inu á Þing­holts­stræti og í Konu­koti.

Hægt er að styrkja söfn­un Frú Ragn­heiðar hér.  

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert