Styrkir Frú Ragnheiði um fjórar milljónir

Sjálfboðaliðar Frú Ragnheiðar að störfum.
Sjálfboðaliðar Frú Ragnheiðar að störfum. Ljósmynd/Aðsend

Minningarsjóður Lofts Gunnarssonar hefur ákveðið að veita skaðaminnkunarverkefninu Frú Ragnheiði styrk upp á fjórar milljónir króna. Styrkurinn er svar við söfnun sem Frú Ragnheiður stendur fyrir til kaupa á nýjum bíl.

Þó að núverandi bíll hafi sinnt verkefni sínu vel mun nýr bíll styðja við öryggi og þægindi skjólstæðinga og sjálfboðaliða á vettvangi í þeirra mikilvæga starfi,“ segir í fréttatilkynningu sem minningarsjóðurinn sendi frá sér í dag. Ljóst er að þessi rausnarlegi styrkur mun nýtast Frú Ragnheiði vel, en á söfnunarsíðu verkefnisins segir að nýr fullútbúinn bíll kosti 10 milljónir króna.

Þó gamli bíllinn hafi nýst vel er kominn tími á …
Þó gamli bíllinn hafi nýst vel er kominn tími á endurnýjun. Ljósmynd/Aðsend

Frú Ragnheiður var sett á laggirnar árið 2009 en verkefnið hefur þann tilgang að ná til jaðarsettra hópa í samfélaginu eins og húsnæðislausra einstaklinga og einstaklinga sem nota vímuefni um æð og bjóða þeim skaðaminnkandi hjálp í formi heilbrigðis- og nálaskiptaþjónustu. Til þess að veita þessa þjónustu notar Frú Ragnheiður sérinnréttaðan bíl, sem þarfnast nú uppfærslu. Árið 2019 hjálpaði Frú Ragnheiður 519 einstaklingum í um 4.200 heimsóknum, en bílinn var á ferðinni 312 daga það ár.

Minningarsjóður Lofts Gunnarssonar er stofnaður í minningu Lofts og er tilgangur hans að bæta hag útigangsmanna í Reykjavík. Sjóðurinn hefur styrkt ýmis verkefni, m.a. með því að gefa ný rúm og rúmbúnað til nota á gistiskýlinu á Þingholtsstræti og í Konukoti.

Hægt er að styrkja söfnun Frú Ragnheiðar hér.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert