SUS gagnrýnir frumvarp um fæðingarorlof

Telur SUS að brýnt sé að endurskoða frumvarp félags- og …
Telur SUS að brýnt sé að endurskoða frumvarp félags- og barnamálaráðherra um fæðingarorlof. Stjórnina leiða Halla Sigrún Mathiesen, formaður og Páll Magnús Pálsson, varaformaður. Ljósmynd/Aðsend

Stjórn Sam­bands ungra sjálf­stæðismanna (SUS) gagn­rýn­ir frum­varp Ásmund­ar Ein­ars Daðason­ar fé­lags- og barna­málaráðherra um fæðing­ar­or­lof og tel­ur það skerða ákvörðun­ar­rétt for­eldra til þess að ráðstafa fæðing­ar­or­lofi, hvað varðar skipt­ingu og tíma­bil töku or­lofs­ins.

Fagn­ar SUS leng­ingu or­lofs­ins í tólf mánuði en tel­ur að skipt­ing­in ætti að vera í anda þeirr­ar skipt­ing­ar sem verið hef­ur við lýði hingað til, sem með leng­ingu or­lofs­ins yrðu fjór­ir mánuðir á hvort for­eldri auk fjög­urra mánaða sem for­eldr­um er frjálst að fram­selja sín á milli (4-4-4) eða þrír mánuðir á mann auk sex til framsals (3-3-6).

Ger­ir frum­varp barna- og fé­lags­málaráðherra ráð fyr­ir því að hvort for­eldri taki sex mánuði í fæðing­ar­or­lof, með heim­ild til þess að fram­selja þar af einn mánuð til ann­ars hvors for­eldr­is.

[...] „Telj­um við að frum­varpið, sem tek­ur að er virðist ein­göngu mið af jöfn­um rétti for­eldra, tak­ist ekki ætl­un­ar­verk sitt og stuðli í raun að ann­ars kon­ar ójöfnuði, svosem tekjutapi fjöl­skyldna og/​eða skertu fjár­hags­legu sjálf­stæði í þeim til­vik­um sem for­eldri þarf að dreifa or­lofs­greiðslum yfir fleiri mánuði en gert er ráð fyr­ir,“ seg­ir í til­kynn­ingu SUS.

Brýnt að gefa for­ræðis­hyggj­unni frí

Tel­ur stjórn SUS brýnt að for­ræðis­hyggj­unni verði gefið frí og breyt­ing­ar verði gerðar á frum­varp­inu:

„Þó sjálf­stæður rétt­ur for­eldra til töku fæðing­ar­or­lofs sé mik­il­væg­ur, er val­frelsi for­eldra það líka,“ seg­ir í niður­lagi til­kynn­ing­ar­inn­ar.

Borist hafa á þriðja hundrað um­sagna á vef Sam­ráðsgátt­ar en frest­ur til þess að skila inn um­sögn rann út í dag.

Til­kynn­ing SUS:

Í ný­legu frum­varpi fé­lags- og barna­málaráðherra er meðal ann­ars lagt til að fæðing­ar­or­lof sé lengt úr 10 mánuðum í 12 mánuði og að tíma­bil töku or­lofs sé stytt úr 24 mánuðum í 18 mánuði. Einnig er það lagt til að í stað fjög­urra mánaða á hvert for­eldri og tveggja til að deila, verði ný skipt­ing sex mánuðir á hvert for­eldri, þar af einn fram­selj­an­leg­ur milli for­eldra.

Sam­band ungra sjálf­stæðismanna fagn­ar því að lengja eigi fæðing­ar­or­lof í 12 mánuði. Hins­veg­ar erum við ósam­mála því að tak­marka eigi val­frelsi for­eldra til að ráðstafa fæðing­ar­or­lofinu, bæði hvað varðar skipt­ingu þess og tíma­bil töku or­lofs­ins. Rétt­ur til töku fæðing­ar­or­lofs er rétt­ur sem ætti fyrst og fremst að miða að hags­mun­um barna. Því telj­um við að frum­varpið, sem tek­ur að er virðist ein­göngu mið af jöfn­um rétti for­eldra, tak­ist ekki ætl­un­ar­verk sitt og stuðli í raun að ann­ars kon­ar ójöfnuði, svosem tekjutapi fjöl­skyldna og/​eða skertu fjár­hags­legu sjálf­stæði í þeim til­vik­um sem for­eldri þarf að dreifa or­lofs­greiðslum yfir fleiri mánuði en gert er ráð fyr­ir. Stytt­ing tíma­bils­ins til töku or­lofs er einnig úr takti við raun­veru­leika leik­skóla­mála, þá sér­stak­lega í Reykja­vík­ur­borg, þar sem börn kom­ast iðulega ekki inn á leik­skóla 18 mánaða göm­ul. Við telj­um það ekki heilla­væn­legt að ganga á rétt­indi unga­barns til umönn­un­ar ein­göngu út frá jafn­rétt­is­sjón­ar­miðum, en til­lög­ur fé­lags- og barna­málaráðherra bitna fyrst og fremst á börn­un­um sjálf­um og ákvörðun­ar­rétti fjöl­skyldna til að gera það sem er barn­inu fyr­ir bestu.

Við telj­um brýnt að breyt­ing­ar verði gerðar á frum­varp­inu, hags­mun­ir barna verði sett­ir í for­grunn og for­ræðis­hyggj­unni gefið frí. Þó sjálf­stæður rétt­ur for­eldra til töku fæðing­ar­or­lofs sé mik­il­væg­ur, er val­frelsi for­eldra það líka. Eigi skipt­ing fæðing­ar­or­lofs að vera skil­yrt, þá ætti sú skipt­ing að taka mið af báðum sjón­ar­miðum og vera í anda þeirr­ar skipt­ing­ar sem hef­ur verið við lýði hingað til, 3-3-6 eða 4-4-4.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert