„Þetta er brýnt samfélagslegt verkefni“

Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra.
Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Mennta- og menn­ing­ar­málaráðuneytið vinn­ur nú að út­tekt á fram­kvæmd kyn­fræðslu í skól­um. Er þetta gert í kjöl­far álykt­un­ar Alþing­is, sem fól Lilju Al­freðsdótt­ur mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra að samþætta for­varn­ir og kennslu á öll­um skóla­stig­um.

Í aðgerðaáætl­un sem fylg­ir þings­álykt­un­inni er meðal ann­ars fjallað um að efla aðgengi að ald­ursmiðuðu náms- og fræðslu­efni, gera mat á áhrif­um aðgeng­is barna og ung­menna að klámi og skipu­leggja fræðslu­átak um kyn­ferðis­lega friðhelgi.

Ráðherra fundaði í gær um mál­efni kyn­fræðslu í skól­um og ræddi þar m.a. við Sól­borgu Guðbrands­dótt­ur sem hef­ur haldið fyr­ir­lestra um þessi mál í grunn- og fram­halds­skól­um und­an­far­in miss­eri, auk þess sem hún held­ur úti in­sta­gram­reikn­ingn­um „Fá­vit­ar“ þar sem vak­in er at­hygli á al­gengi kyn­ferðisof­beld­is, en fylgj­end­ur reikn­ings­ins eru tæp­lega 30 þúsund. Einnig var rætt við Sig­ríði Dögg kyn­fræðing, en hún hef­ur sinnt kyn­fræðslu um land allt í ára­tug og gefið út þrjár bæk­ur um það viðfangs­efni.

„Við átt­um frá­bær­an fund um þetta mik­il­væga mál­efni sem brenn­ur á mörg­um – ekki síst unga fólk­inu okk­ar sem kall­ar eft­ir öfl­ugri fræðslu um kyn­ferðismál. Þetta er brýnt sam­fé­lags­legt verk­efni,“ seg­ir Lilja í frétta­til­kynn­ingu sem send var út í dag. Hún seg­ir fyrstu skref vera að fela starfs­hópi að vinna fyrr­nefnda út­tekt og skila til­lög­um til úr­bóta.

„Við mun­um í kjöl­farið leita leiða til þess að efla kyn­fræðslu svo tryggt sé að hún sé ávallt í takt við þarf­ir nem­enda. Sú vit­und­ar­vakn­ing sem orðið hef­ur um kyn­ferðis­legt og kyn­bundið of­beldi og áreitni er geysi­lega mik­il­væg fyr­ir sam­fé­lagið, en það er okk­ar að tryggja að sú þekk­ing og vit­und skili sér mark­visst inn í skóla­kerfið,“ seg­ir ráðherra að lok­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert