Tvö smit í Varmárskóla

Einn nemandi við skólann greindist smitaður.
Einn nemandi við skólann greindist smitaður. mbl.is/Eyþór Árnason

Einn nem­andi í Brú­ar­landi, sem er hluti Varmár­skóla, og einn starfsmaður í yngri deild Varmár­skóla hafa greinst með kór­ónu­veiru­smit, að því er fram kem­ur í til­kynn­ingu skóla­stjóra til for­eldra.

Öll starf­semi í Brú­ar­landi fell­ur því niður fram á mánu­dag vegna sótt­kví­ar hjá starfs­fólki en sér­stak­ar ráðstaf­an­ir hafa einnig verið gerðar til að forðast blönd­un milli yngri og eldri ár­ganga.

Seg­ir þar að brugðist hafi verið við og all­ir aðilar sem út­sett­ir voru fyr­ir smiti hafi fengið upp­lýs­ing­ar frá skól­an­um um að faara í sótt­kví eft­ir leiðbein­ing­um og í sam­vinnu við smitrakn­ing­ar­t­eymi al­manna­varna.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert