Einn nemandi í Brúarlandi, sem er hluti Varmárskóla, og einn starfsmaður í yngri deild Varmárskóla hafa greinst með kórónuveirusmit, að því er fram kemur í tilkynningu skólastjóra til foreldra.
Öll starfsemi í Brúarlandi fellur því niður fram á mánudag vegna sóttkvíar hjá starfsfólki en sérstakar ráðstafanir hafa einnig verið gerðar til að forðast blöndun milli yngri og eldri árganga.
Segir þar að brugðist hafi verið við og allir aðilar sem útsettir voru fyrir smiti hafi fengið upplýsingar frá skólanum um að faara í sóttkví eftir leiðbeiningum og í samvinnu við smitrakningarteymi almannavarna.