„Við erum í vanda“

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands.
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands. Af Facebook - höfundur Helena Reynis
Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, hvetur Íslendinga til dáða í baráttunni við kórónuveiruna og biður fólk um að fylgja tilmælum og leiðbeiningum. Lítt stoði að velta vöngum yfir því hvað hefði kannski mátt gera öðruvísi. Þetta kemur fram í færslu á Facebook-síðu forsetans í gærkvöldi. 
„Kæru landsmenn.
Við erum í vanda. Á morgun verða varnir gegn veirunni skæðu þess vegna hertar enn frekar. Nýjar reglur gilda um höfuðborgarsvæðið. Kynnum okkur allar upplýsingar á covid.is. Stöndum saman í þessu. Við gerðum það í vor og getum það enn. Einhugur kemur okkur öllum til góða en langmest þeim sem á því þurfa helst að halda, fólkinu sem er veikast fyrir og þeim sem sinna sjúkum. Í stritinu miðju stoðar lítt að velta vöngum yfir því hvað hefði kannski mátt gera öðruvísi, ræðum það síðar. Ég hvet alla til að fylgja tilmælum og leiðbeiningum og verða þannig að liði í þessu ágæta samfélagi okkar. Samstaða í þágu þjóðar, þrautseigja í verki. Látum þetta sannast um okkur. Við erum öll almannavarnir. Sýnum hvað í okkur býr.“
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert