„Við getum þetta – og gerum það saman!“

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Kristinn Magnússon

Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra birti á Face­book færslu þar sem hún hvet­ur fólk til sam­stöðu í bar­átt­unni við kór­óna­veirufar­ald­ur­inn. Seg­ist hún hafa orðið þess áskynja að fólk sýni aðgerðunum skiln­ing og æðru­leysi. 

„Kæru vin­ir. Núna grein­ist met­fjöldi fólks með smit á hverj­um degi og ein­sýnt að veir­an hef­ur dreift sér víða um sam­fé­lagið. Hátt í 800 manns eru í ein­angr­un og í dag eru 18 á sjúkra­húsi. Aldrei hef­ur verið mik­il­væg­ara að við stönd­um vörð um heilsu og líf fólks og að við gæt­um öll að okk­ur – ekki sjálfra okk­ar vegna held­ur fyr­ir okk­ur öll,“ seg­ir Katrín meðal ann­ars í færslu sinni.

Hún seg­ist hafa heyrt í mörg­um í gær og í dag, í gegn­um sím­töl og á fjar­fund­um og að all­ir hafi sýnt aðgerðunum skiln­ing og æðru­leysi, enda séu all­ir meðvitaðir um al­vöru máls­ins.

„En fólk er líka bjart­sýnt á að aðgerðirn­ar skili ár­angri enda höf­um við sýnt það í fyrri bylgj­um að við get­um með sam­stilltu átaki náð far­aldr­in­um niður og það mun­um við líka gera núna. Gæt­um fjar­lægðar, virðum fjölda­tak­mark­an­ir, not­um grímu þar sem það á við, virðum fólkið í kring­um okk­ur og gæt­um ýtr­asta hrein­læt­is. Við get­um þetta – og ger­um það sam­an!“ skrif­ar Katrín á face­booksíðu sinni. 


mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert