23 á LSH: „Þetta er að gerast svolítið hratt“

Frá gjörgæslu Landspítala hvar þrír liggja nú með COVID-19, allir …
Frá gjörgæslu Landspítala hvar þrír liggja nú með COVID-19, allir í öndunarvél. Ljósmynd/Landspítalinn

Sex lögðust inn á Landspítala á síðasta sólarhring vegna COVID-19 og liggja nú 23 smitaðir á spítalanum. Þrír eru á gjörgæslu, allir í öndunarvél. Einn losnaði af gjörgæslu í gær. 

Þetta staðfestir Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður forstjóra Landspítala, í samtali við mbl.is.

Það er væntanlega farinn að þyngjast hjá ykkur róðurinn? 

„Já, þetta er að gerast svolítið hratt. Ekki ófyrirséð en hratt,“ segir Anna Sigrún. 

En þið eruð væntanlega tilbúin í þetta álag? 

„Við teljum okkur vera það, já.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert