30 COVID-19 sjúkraflutningar

Mikið álag er slökkviliði höfuðborgarsvæðisins vegna COVID-19.
Mikið álag er slökkviliði höfuðborgarsvæðisins vegna COVID-19. mbl.is/Kristján H. Johannessen

Mjög mikið álag er á sjúkraflutningafólk á höfuðborgarsvæðinu. Síðasta sólarhringinn hefur það sinnt 30 flutningum vegna COVID-19 faraldursins.

Að sögn varðstjóra í slökkviliði höfuðborgarsvæðisins voru sjúkraflutningarnir síðasta sólarhringinn 124 talsins, þar af voru 23 forgangsflutningar.

Mikið álag hefur verið á starfsfólk slökkviliðsins frá upphafi COVID-19 faraldursins og miðað við fjölda smita er líklegt að svo muni verða á næstunni.

Álagssveiflur vegna COVID kalla á aukinn mannafla á vakt, á sama tíma og mikilvægt er að skipta starfsfólki á vakt upp í smærri hópa til að koma í veg fyrir að missa marga í sóttkví eða einangrun, segir á Facebook-síðu slökkviliðsins í gær. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert