5,6 milljónir í bætur vegna gæsluvarðhalds

Héraðsdómur Reykjavíkur.
Héraðsdómur Reykjavíkur. mbl.is/Þór

Héraðsdóm­ur Reykja­vík­ur dæmdi í sum­ar ís­lenska ríkið til að greiða Guðmundi R. Guðlaugs­syni 5,6 millj­ón­ir króna í skaðabæt­ur fyr­ir tekjutap sem hann varð fyr­ir eft­ir að hafa verið í gæslu­v­arðhaldi vorið 2010.

Áður hafði hann fengið greidd­ar tvær millj­ón­ir í bæt­ur og gæti upp­hæðin hækkað enn meira, að því er RÚV grein­ir frá.

Guðmund­ur hef­ur í viðtöl­um greint frá því hve málið hef­ur verið hon­um þung­bært og hef­ur hann lengi reynt að rétta hlut sinn.

Guðmund­ur var hand­tek­inn á heim­ili sínu árið 2010 vegna rann­sókn­ar á inn­flutn­ingi á þrem­ur kíló­um af kókaíni frá Suður-Am­er­íku, sem son­ur hans var viðriðinn. Son­ur­inn var dæmd­ur í tveggja ára fang­elsi fyr­ir pen­ingaþvætti og fjór­ir aðrir fengu þunga dóma.

Í gæslu­v­arðhaldi í tíu daga

Guðmund­ur sat í gæslu­v­arðhaldi í tíu daga en rann­sókn­in á hend­ur hon­um var lát­in niður falla. Hæstirétt­ur dæmdi hon­um tvær millj­ón­ir króna í miska­bæt­ur árið 2017 fyr­ir gæslu­v­arðhaldið.

Guðmund­ur höfðaði fyr­ir tveim­ur árum annað bóta­mál á hend­ur rík­inu þar sem hann krafðist skaðabóta fyr­ir vinnu­tap í tvö ár. Héraðsdóm­ur Reykja­vík­ur féllst á þetta í dómn­um sem var kveðinn upp í sum­ar og dæmdi hon­um bæt­ur. Ríkið áfrýjaði dómn­um til Lands­rétt­ar, sem hef­ur ekki tekið málið fyr­ir. 

Guðmund­ur krafðist einnig þján­ing­ar­bóta upp á rúma millj­ón króna. Slík­um bót­um á óvinnu­fært fólk rétt á ofan á skaðabæt­ur fyr­ir tekjutap. Þar að auki krafðist hann bóta upp á um átta millj­ón­ir fyr­ir var­an­leg­an miska, en þess­um kröf­um vísaði héraðsdóm­ur frá.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert