Allt íþróttastarf falli niður

Sótt­varn­ar­lækn­ir og al­manna­varna­deild rík­is­lög­reglu­stjóra hafa sent til­mæli til íþrótta­hreyf­ing­ar­inn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu um að gera hlé á æf­ing­um og keppni í öll­um íþrótt­um frá deg­in­um í dag til 19. októ­ber.

Jafn­framt eru þau beðin um að fresta keppn­is­ferðum út á land. 

Fram­kvæmda­stjórn ÍSÍ samþykkti á fundi sín­um í morg­un að beina því til íþrótta­hreyf­ing­ar­inn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu að fara að til­mæl­um sótt­varna­lækn­is og al­manna­varna­deild­ar rík­is­lög­reglu­stjóra. 

Íþrótta­fé­lög­in eru þegar byrjuð að bregðast við með því að senda á íþróttaiðkend­ur og for­ráðamanna barna að all­ar æf­ing­ar falli niður til 19. októ­ber. 

Fram­kvæmda­stjórn ÍSÍ bein­ir því einnig til íþrótta­hreyf­ing­ar­inn­ar í heild að taka til­lit til þeirra aðstæðna sem skap­ast hafa á höfuðborg­ar­svæðinu og þeirra aðgerða sem sér­sam­bönd ÍSÍ hafa þurft að grípa til í kjöl­farið.

Jafn­framt er bent á að til­mæli um ferðalög til eða frá höfuðborg­ar­svæðinu ná einnig til iðkenda og annarra þátt­tak­enda í íþrótt­a­starf­inu.

Í frétta­til­kynn­ingu sótt­varn­ar­lækn­is og rík­is­lög­reglu­stjóra er komið inn á fleiri atriði sem til­mæli eru um hér á höfuðborg­ar­svæðinu. 

Til­mæl­in eru eft­ir­far­andi:

Sótt­varna­lækn­ir og al­manna­varna­deild rík­is­lög­reglu­stjóra ít­reka til­mæli sín vegna auk­ins fjöldi smita einkum á höfuðborg­ar­svæðinu, vegna COVID-19 síðustu daga og aukið hafa lík­ur á veld­is­vexti í far­aldr­in­um. 

Bú­ast má við að töl­ur um fjölda smita verði háar næstu daga.

Til­mæl­in eru;  

Hvetj­um alla á höfuðborg­ar­svæðinu til að vera eins mikið heimavið og kost­ur er. 
Ekki vera á ferðinni til eða frá höfuðborg­ar­svæðinu nema nauðsyn sé til. 
Verj­um viðkvæma hópa og tak­mörk­um heim­sókn­ir til ein­stak­linga í áhættu­hóp­um eins og hægt er. 
Tak­mörk­un fjölda í búðum –einn fari að versla frá heim­ili ef kost­ur er.
Hvatt er til þess að þeir sem standi fyr­ir viðburðum á höfuðborg­ar­svæðinu fresti þeim 
Klúbb­ar, kór­ar, hlaupa­hóp­ar, hjóla­hóp­ar og aðrir hóp­ar sem koma sam­an geri hlé á starf­semi sinni. 
All­ir staðir á höfuðborg­ar­svæðinu þar sem al­menn­ing­ur á er­indi herði all­ar sín­ar sótt­varn­araðgerðir, tak­marki eins og hægt er fjölda, tryggi að all­ir geti sótt­hreinsað hend­ur við inn­ganga, sótt­hreinsi snertifleti og gæti vel að hægt sé að virða fjar­lægðarmörk 
Íþrótta­fé­lög á höfuðborg­ar­svæðinu geri hlé á æf­ing­um og keppni í öll­um íþrótt­um.
Íþrótta­fé­lög á höfuðborg­ar­svæðinu fresti keppn­is­ferðum út á land.
All­ir sem finni fyr­ir hinum minnstu ein­kenn­um haldi sig heima, fari í sýna­töku og líti á að þeir séu í ein­angr­un þar til nei­kvæð niðurstaða úr sýna­töku liggi fyr­ir. 
All­ir á höfuðborg­ar­svæðinu og víðar þurfa að koma með okk­ur í þetta átak og gæta sér­stak­lega vel að sér næstu vik­ur

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert