Börn send af heimili ef hægt er

Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir.
Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir. Kristinn Magnússon

Þórólf­ur Guðna­son sótt­varna­lækn­ir seg­ir að ef aðstæður leyfa sé heppi­legra að börn dvelji ann­ars staðar en á heim­il­inu ef aðrir heim­il­is­meðlim­ir eru í sótt­kví. Hins veg­ar séu aðstæður fólks mis­jafn­ar og í sum­um til­vik­um sé það ein­fald­lega ekki hægt. 

Eins og gef­ur að skilja eiga ung börn erfiðara með að virða fjar­lægðarmörk en þeir sem eru full­orðnir.  „Best er að ein­stak­ling­ar, hvort sem þeir eru börn eða aðrir séu í sótt­kví ein­ir og sér. En stund­um er það ekki hægt og þá þurfa menn að grípa næst­besta kost­inn sem er að reyna að halda fjar­lægð eft­ir bestu getu,“ seg­ir Þórólf­ur.  

Börn verða ekki eins al­var­lega veik og full­orðnir auk þess sem minni smit­hætta er af börn­um. Að sögn Þórólfs hafa börn und­ir 12 ára aldri sýnt ein­kenni en enn sem komið er hafa þau ekki þurft á inn­lögn að halda. 

Mæl­ist þið til þess að börn, önn­ur en þau sem eru í sótt­kví, verði send af heim­il­inu? 

„Það er óhætt að segja að það sé besti kost­ur­inn,“ seg­ir Þórólf­ur. 

Hann árétt­ar þó að ekki séu aðrir heim­il­is­meðlim­ir í sótt­kví en sá ein­stak­ling­ur sem hafi fengið til­kynn­ingu þess efn­is. Þeir sem ekki eru í aðstöðu til þess að senda börn af heim­il­inu verði að spila aðstæður eft­ir eyr­anu og reyna sitt besta að halda fjar­lægð á milli heim­il­is­meðlima.   

Eins og fram hef­ur komið er fjöldi barna í sótt­kví eft­ir að smit hef­ur komið upp í skól­um lands­ins. 

Um 40% voru ein­kenna­laus 

Í veiru­bylgj­unni sem herjaði á Ísland í vor kom í ljós að í sum­um til­fell­um hafi fólk verið ein­kenna­laust. Að sögn Þórólfs sýndi mót­efna­mæl­ing sem fram­kvæmd var eft­ir fyrstu bylgj­una að auk þeirra sem voru greind­ir voru um 40% sem fengu veiruna en sýndu eng­in ein­kenni. „Það gæti verið allt að 40% fleiri en þeir sem eru að grein­ast fái veiruna. En í þess­ari bylgju erum við að taka miklu fleiri sýni og fólk með mun væg­ari ein­kenni er að koma fram. Því gæti farið svo að út­kom­an verði ein­hver önn­ur núna,“ seg­ir Þórólf­ur. 

Engu nær um hvenær bólu­efni verður í boði 

Ísland er í sam­floti með Evr­ópu­sam­band­inu þegar kem­ur að þróun bólu­efn­is. Þórólf­ur seg­ir að níu til tíu bólu­efni séu í sigt­inu. „Við get­um ekki notað önn­ur bólu­efni en þau sem samþykkt eru af evr­ópsku lyfja­stofn­unni. Við þurf­um því bara að bíða og sjá hvaða bólu­efni kom­ast í gegn­um sí­una hjá þeim,“ seg­ir Þórólf­ur. 

Hann seg­ir að ekki sé fylgst sér­stak­lega með bólu­efnaþró­un­inni. Slíkt verði ekki gert fyrr en niður­stöður rann­sókna liggja fyr­ir. „Það eru ábyrg­ir aðilar sem munu koma til með að fara yfir það hvaða bólu­efni fái leyfi,“ seg­ir Þórólf­ur. „Það er eng­in tíma­lína í því hvenær þetta verður til­búið,“ seg­ir Þórólf­ur. 

Veit ekk­ert um lyf Trumps

Eins og fram hef­ur komið fékk Don­ald Trump kór­óna­veiruna. Fram komi í frétt­um að hann hefði fengið meðferð blandaðra til­rauna­lyfja. Spurður seg­ist Þórólf­ur ekk­ert vita um þessi mál. „Það er ekk­ert um mörg lyf að ræða. Menn fá ster­a­lyf auk þess að nota tvö veiru­lyf. Ég veit ekki meira um þessi lyf,“ seg­ir Þórólf­ur. 

Fleiri bylgj­ur munu koma 

Að sögn Þórólfs er nær ör­uggt að fleiri bylgj­ur muni koma áður en yfir lýk­ur. „Hún kem­ur alltaf (veir­an). Jafn­vel þó að menn hafi beitt mjög hörðum aðgerðum eins og í Nýja-Sjálandi. Þar var mjög hörðum aðgerðum beitt, en hún kem­ur alltaf upp aft­ur. Á meðan hún er í dreif­ingu og í gangi er­lend­is, þá mun hún kom­ast aft­ur inn. Það er bara þannig,“ seg­ir Þórólf­ur.

Spurður hvort að miðað við reynsl­una nú, þá komi hann til með að leggja til harðari aðgerðir fyrr þegar upp kem­ur smit­bylgja í framtíðinni þá seg­ir hann ekki hægt að svara slíku. „Hrein­skiln­asta svarið er það að það er ekki hægt að svara því held­ur verður að taka mið af aðstæðum þegar þar að kem­ur,“ seg­ir Þórólf­ur. 

Ekki orðið var við óein­ingu ráðamanna 

Fram kom í Frétta­blaðinu í dag að ekki hafi verið ein­hug­ur meðal ráðamanna um þær sam­fé­lags­legu aðgerðir sem gripið hafi verið til. Að sögn Þórólfs hef­ur hann ekki orðið var við það. „Mér finnst stjórn­völd hafa verið hrein­skil­in og tekið á þeim til­lög­um sem ég hef lagt til. Við höf­um rætt við rík­is­stjórn­ina og ég hef ekki orðið var við neina óein­ingu. Hins veg­ar er mjög eðli­legt að fólk hafi mis­mun­andi skoðanir og ég geri eng­ar at­huga­semd­ir við það,“ seg­ir Þórólf­ur. 

Tek­ur þú mið af sam­fé­lags­leg­um aðstæðum eða hugs­ar þú ein­göngu um sótt­varn­araðgerðir þegar þú legg­ur fram til­lög­ur? 

All­ar sótt­varn­ir, sýk­ing­ar­varn­ir, lækn­is­fræðileg­ar aðgerðir hafa það mark­mið að reyna að lækna eða að koma í veg fyr­ir sjúk­dóma með sem minnst­um af­leiðing­um fyr­ir sjúk­ling­inn eða þjóðfé­lagið. Hins veg­ar er það þannig að ef að ég væri bara að hugsa um sótt­varn­ir þá myndi ég segja: lok­um bara öllu. Eng­in fær að fara út o.frv. Ég hef ekki lagt það til og ég hef reynt að taka mið af þeirri reynslu sem við höf­um fengið og svo taka mið af ýms­um sam­fé­lags­leg­um af­leiðing­um. Á end­an­um verða samt ráðamenn að taka til­lit til annarra hags­muna og þeir bera ábyrgðina auk þess að hafa end­an­legt ákvörðun­ar­vald. En ég tek vissu­lega til­lit til ým­issa þátta í mín­um til­lög­um,“ seg­ir Þórólf­ur. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert