Fimm umsóknir bárust í forvali um þátttökurétt í lokuðu alútboði á fullnaðarhönnun og byggingu húss við nýjan Landspítala.
Í húsinu verður 16.900 fermetra bílakjallari sem hýsa á 540-570 stæði. Þá verður 2.300 fermetra tæknirými, m.a. vegna varaaflskerfa spítalans, sem og 500 fermetra geymslur. Stefnt er að því að jarðvinna geti hafist á næsta ári, en í samtali við mbl.is segir Gunnar Svavarsson, framkvæmdastjóri Nýs Landspítala ohf., að húsið ætti að geta verið tekið i gagnið árið 2023 eða 2024.
Gunnar segir að fyrsti þáttur innkaupaferlisins hafi verið að kalla eftir þeim aðilum sem telja sig geta sinnt verkinu. Hann á ekki von á öðru en að þær umsóknir sem bárust verði allar samþykktar enda sé um sömu fimm aðilana og buðu í framkvæmd meðferðarkjarnans í fyrra.
Því næst munu þátttakendur skila in teikningu að húsinu og tilboði í verkið. Tillögurnar verða svo teknar til dómsmats en þar mun verðtilboð gilda 70 prósent.
Kostnaðarmat hússins er um 3,5 milljarðar króna, en þar greiðir Reykjavíkurborg um einn milljarð. Byggist það á samkomulagi um þátttöku borgarinnar í kostnaði við göngustíga og bílastæði á svæðinu.
Umsóknir bárust frá eftirtldum aðilum: