Fimm vilja byggja bílastæðahús nýs Landspítala

Þessi skissa frá 2015 sýnir hvernig húsið gæti litið út.
Þessi skissa frá 2015 sýnir hvernig húsið gæti litið út. Teikning/Nýr Landspítali ohf.

Fimm um­sókn­ir bár­ust í for­vali um þátt­töku­rétt í lokuðu al­út­boði á fullnaðar­hönn­un og bygg­ingu húss við nýj­an Land­spít­ala.

Í hús­inu verður 16.900 fer­metra bíla­kjall­ari sem hýsa á 540-570 stæði. Þá verður 2.300 fer­metra tækn­i­rými, m.a. vegna vara­afls­kerfa spít­al­ans, sem og 500 fer­metra geymsl­ur. Stefnt er að því að jarðvinna geti haf­ist á næsta ári, en í sam­tali við mbl.is seg­ir Gunn­ar Svavars­son, fram­kvæmda­stjóri Nýs Land­spít­ala ohf., að húsið ætti að geta verið tekið i gagnið árið 2023 eða 2024.

Gunn­ar seg­ir að fyrsti þátt­ur inn­kaupa­ferl­is­ins hafi verið að kalla eft­ir þeim aðilum sem telja sig geta sinnt verk­inu. Hann á ekki von á öðru en að þær um­sókn­ir sem bár­ust verði all­ar samþykkt­ar enda sé um sömu fimm aðilana og buðu í fram­kvæmd meðferðar­kjarn­ans í fyrra.

Því næst munu þátt­tak­end­ur skila in teikn­ingu að hús­inu og til­boði í verkið. Til­lög­urn­ar verða svo tekn­ar til dóms­mats en þar mun verðtil­boð gilda 70 pró­sent.

Kostnaðarmat húss­ins er um 3,5 millj­arðar króna, en þar greiðir Reykja­vík­ur­borg um einn millj­arð. Bygg­ist það á sam­komu­lagi um þátt­töku borg­ar­inn­ar í kostnaði við göngu­stíga og bíla­stæði á svæðinu.

Um­sókn­ir bár­ust frá eftir­tld­um aðilum:

      • Ístak með Arkþing Nordic og Eflu.
      • ÍAV með Batte­rínu og Verkís.
      • Eykt með Tark og VSÓ.
      • ÞG verk­tak­ar með Arkís, Mann­vit.
      • Rizz­ani de Eccher með Þingvang, Ur­ban arki­tekt­um, Wim de Bruijn, Brekke & Strand, Verk­fræðistofu Reykja­vík­ur og Örugg verk­fræðistofu.
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert