Flestir meta heilsu sína verri eftir COVID-19

Meiri­hluti þátt­tak­enda í ís­lenskri rann­sókn mat heilsu sína verri nú en áður en þeir smituðust af COVID-19. Fyrstu niður­stöður rann­sókn­ar­inn­ar leiða einnig í ljós að þó ein­kenn­um COVID-19 fækki og það dragi úr styrk­leika þeirra í kjöl­far veik­ind­anna þá glím­ir fólk áfram við fjölþætt ein­kenni sem hafa áhrif á dag­legt líf, einkum þreytu, mæði og verki. 

Sig­ríður Zöega, sér­fræðing­ur í hjúkr­un og dós­ent við Há­skóla Íslands, birti fyrstu niður­stöður rann­sókn­ar­inn­ar á Vís­ind­um að hausti 7. októ­ber 2020.

„Til­gang­ur rann­sókn­ar­inn­ar var að kanna ein­kenni og líðan ein­stak­linga sem fengu Covid-19 og nutu þjón­ustu Covid-19 göngu­deild­ar Land­spít­ala. Spurn­ingalisti var send­ur út í júlí og var svar­hlut­fall um 60%. Þátt­tak­end­ur mátu líðan sína og ein­kenni bæði á meðan þeir voru í ein­angr­un og und­an­farn­ar 1-2 vik­ur þegar spurn­ingalista var svarað. Rann­sókn­in sýndi að þótt ein­kenn­um fækki og það dragi úr styrk­leika þeir þá er fólk engu að síður að glíma við fjölþætt ein­kenni sem hafa áhrif á dag­legt líf, einkum þreytu, mæði og verki. Meiri­hluti þátt­tak­enda mat heilsu sína verri nú en fyr­ir Covid-19,“ seg­ir í til­kynn­ingu á vef Land­spít­ala um málið. 

Auk Sig­ríðar eru í rann­sókn­ar­hópn­um  Brynja Inga­dótt­ir, sér­fræðing­ur í hjúkr­un á Land­spít­ala og lektor við Há­skóla Íslands, Katrín Blön­dal, sér­fræðing­ur í hjúkr­un á Land­spít­ala og aðjúnkt við Há­skóla Íslands, Elín J.G. Haf­steins­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræðing­ur og verk­efna­stjóri á Land­spít­ala, Hans Har­alds­son, verk­efna­stjóri við Há­skóla Íslands og Helga Jóns­dótt­ir, pró­fess­or og for­stöðumaður fræðasviðs hjúkr­un­ar lang­veikra á Land­spít­ala.

Hér má sjá mynd­skeið þar sem Sig­ríður fer yfir niður­stöðurn­ar. Er­indi henn­ar byrj­ar á 1:15:00. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert