Friðarsúlan tendruð annað kvöld

Friðarsúlan lýsir upp himininn.
Friðarsúlan lýsir upp himininn. mbl.is/Golli

Friðarsúlan í Viðey, listaverk Yoko Ono, verður tendruð í 14. sinn á fæðingardegi tónlistarmannsins Johns Lennons annað kvöld klukkan 21.

Friðarsúlan mun varpa ljósi upp í himininn til 8. desember sem er dánardagur Lennons en hann hefði orðið áttræður á árinu.

Vegna heimsfaraldurs COVID-19 verður enginn viðburður í Viðey í tengslum við tendrunina. Streymt verður beint frá tendruninni þar sem Dagur B. Eggertsson borgarstjóri mun flytja stutt ávarp og að því loknu verður kveikt á Friðarsúlunni, að því er kemur fram í tilkynningu.

Beint streymi verður frá tendrun Friðarsúlunnar klukkan 21 á síðunni imaginepeacetower.com, og á vefsíðu og facebooksíðu Reykjavíkurborgar. Fólk er hvatt til þess að fylgjast með tendrun Friðarsúlunnar og hugsa um frið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert