„Full samstaða í ríkisstjórninni á bak við okkur“

Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn.
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn. mbl.is/Kristinn Magnússon

Víðir Reyn­is­son yf­ir­lög­regluþjónn seg­ir að þríeykið telji ekki að ósætti ríki inn­an rík­is­stjórn­ar­inn­ar vegna þeirra aðgerða sem hef­ur verið gripið til vegna út­breiðslu kór­ónu­veirunn­ar. 

„Það er full samstaða í rík­is­stjórn­inni á bak við okk­ur,“ sagði Víðir á upp­lýs­inga­fundi al­manna­varna í dag. 

Frétta­blaðið sagði frá því í dag að sam­kvæmt heim­ild­um þess sé óein­ing inn­an þing­meiri­hlut­ans um sótt­varnaaðgerðir heil­brigðisráðherra, ekki síst í kjöl­far síðustu aug­lýs­inga ráðherr­ans um og eft­ir helg­ina. Sam­kvæmt heim­ild­um Frétta­blaðsins hafa þrír ráðherr­ar ­Sjálf­stæðis­flokks­ins verið í hópi efa­semda­manna, þau Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir dóms­málaráðherra, Þór­dís Kol­brún R. Gylfa­dótt­ir ferðamálaráðherra og Guðlaug­ur Þór Þórðar­son ut­an­rík­is­ráðherra.

Aðgerðir eins og lands­leik­ur

Víðir sagði á upp­lýs­inga­fundi al­manna­varna í dag að samstaða ríkti um til­mæl­in. Rík­is­stjórn­in standi á bak við teymi al­manna­varna og embætt­is land­lækn­is, sömu­leiðis sveit­ar­stjór­arn­ir á höfuðborg­ar­svæðinu og al­manna­varn­ir á höfuðborg­ar­svæðinu. Hörðustu aðgerðunum hef­ur verið komið á á höfuðborg­ar­svæðinu. 

„Al­menn­ing­ur vill vera með okk­ur og er að taka þátt í þessu,“ sagði Víðir sem sagði einnig að teymið væri í góðu sam­bandi við stjórn­völd. „Við upp­lif­um ekki gagn­vart rík­is­stjórn­inni að það sé ein­hvert ósætti um [aðgerðirn­ar].“

Víðir og Þórólf­ur sögðu þó að umræða um málið væri af hinu góða en þegar búið væri að taka ákv­arðanir um aðgerðir væri mik­il­vægt að samstaða væri sýnd. Þorólf­ur líkti þessu við fót­bolta­leik landsliðsins. Gagn­rýna mætti liðið fram að leik en það hefði ekk­ert upp úr sér að gagn­rýna liðið þegar það væri að spila lands­leik. Þá væri mik­il­vægt að sýna sam­stöðu. 

„Hinn eini sanni sann­leik­ur um það hvernig á að gera þetta er ekki til,“ sagði Þórólf­ur.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert