Hafa varið fimmtungi

Fólk var hvatt til að láta öskur sitt hljóma á …
Fólk var hvatt til að láta öskur sitt hljóma á Íslandi.

„Við höfum þurft að meta stöðuna eftir hendinni hverju sinni og haga okkur allt öðruvísi við að móta þessa herferð en lagt var upp með,“ segir Sigríður Dögg Guðmundsdóttir, fagstjóri ferðaþjónustu hjá Íslandsstofu.

Ríkissjóður veitti 1,5 milljörðum króna í markaðsverkefnið Ísland – saman í sókn sem ætlað er að efla íslenska ferðaþjónustu í tengslum við áföll vegna kórónuveirunnar. Þegar hefur verið ráðist í herferðina Let it out þar sem fólki var boðið að losa um streitu vegna veirunnar með því að láta öskur sitt hljóma á Íslandi. Vakti herferðin nokkra athygli.

„Við höfum nú ráðstafað 20% af heildarfjárhæðinni þannig að megnið er eftir. Nú er verið að móta frekari aðgerðir og vissulega viljum við eiga þungann af aðgerðunum inni þegar fólk fer að ferðast og bóka ferðir á ný. Hins vegar er mikilvægt að það séu stöðug skilaboð frá áfangastaðnum. Við lítum á þetta eins og kosningar, við viljum hafa áhrif á það hvað fólk mun kjósa. Ef við ætlum bara að auglýsa á kjördag meðan aðrir eru búnir að auglýsa í aðdraganda kosninganna munum við verða undir,“ segir Sigríður í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert