Foreldrar og forráðamenn allra barna í leikskólanum Ökrum í Garðabæ fengu fyrr í kvöld tilkynningu um að þau þyrftu að fara í sóttkví frá og með deginum í dag og til 14. október nk. Þetta er í annað sinn sem börnin eru send í sóttkví á síðustu tveimur vikum, en þau luku síðustu sóttkví sinni 25. september síðastliðinn.