Ísland sker sig úr

Ísland er eldrautt ólíkt hinum norrænu ríkjunum.
Ísland er eldrautt ólíkt hinum norrænu ríkjunum. Sóttvarnastofnun Evrópu

Tékkland er það land Evrópu þar sem flest ný smit eru á hverja 100 þúsund íbúa síðustu tvær vikurnar en Spánn hefur notið þess vafasama heiðurs í langan tíma. Ísland sker sig úr hvað varðar fjölda smita í ríkjum Norðurlandanna.

Alls eru 374,6 smit á hverja 100 þúsund íbúa í Tékklandi en 303,3 á Spáni. Í Hollandi eru smitin 285,4 og 257,2 í Frakklandi. Í Belgíu eru smitin 246 og Bretar hafa nú skotist upp fyrir Íslendinga en þar eru nú skráð 201,9 smit á hverja 100 þúsund íbúa en samkvæmt Sóttvarnastofnun Evrópu eru þau 195 talsins á Íslandi. Samkvæmt covid.is eru þau komin í 198,8 innanlands. 

Annars staðar á Norðurlöndunum eru smitin mun færri. Í Danmörku eru þau 109,4 en í Svíþjóð eru þau 65,8 miðað við hverja 100 þúsund íbúa. Í Finnlandi eru smitin 31,9 og Noregur rekur lestina með 30,6 smit á hverja 100 þúsund íbúa síðustu tvær vikur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert