LSH afturkallar Covid-19-tilmæli

Viðbragðsstjórn LSH gerir ráð fyrir að næstkomandi mánudag verði fimmtu …
Viðbragðsstjórn LSH gerir ráð fyrir að næstkomandi mánudag verði fimmtu skurðstofunni í Fossvogi lokað og dragi þar með enn úr valkvæðum aðgerðum. mblis/Ómar Óskarsson

Viðbragðsstjórn og far­sótta­nefnd Land­spít­ala (LSH) aft­ur­kölluðu í dag ákvörðun um að starfs­fólk Land­spít­ala tak­marki störf sín við einn vinnustað. Í ákvörðun­inni, sem til­kynnt var í gær, kom fram að starfs­fólk Land­spít­ala gæti ekki sinnt störf­um á Land­spít­ala og á öðrum stofn­un­um, s.s. hjúkr­un­ar­heim­ili, heima­hjúkr­un, sam­býli eða öðrum sam­bæri­leg­um stofn­un­um.

Hið sama átti að gilda um nema í klín­ísku námi á Land­spít­ala er starfa á öðrum stofn­un­um. 

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu á vef Land­spít­ala. 

Þar seg­ir sömu­leiðis að gert sé ráð fyr­ir að næst­kom­andi mánu­dag verði fimmtu skurðstof­unni í Foss­vogi lokað og dragi þar með enn úr val­kvæðum aðgerðum. „Verða þá átta af 19 skurðstof­um opn­ar. Áfram verður sinnt bráðatil­vik­um og lífs­bjarg­andi aðgerðir fram­kvæmd­ar.“

Á Land­spít­ala eru nú 23 sjúk­ling­ar inniliggj­andi vegna Covid-19, þar af þrír á gjör­gæslu og all­ir í önd­un­ar­vél. 858 sjúk­ling­ar eru í eft­ir­liti Covid-19-göngu­deild­ar. 72 starfs­menn eru í sótt­kví A og 37 starfs­menn í ein­angr­un.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert