Lyfjaleifar og kynhormón í vatni

Ljósmynd af vef Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins

Lyfja­leif­ar og kyn­horm­ón­ar fund­ust í sýn­um sem Um­hverf­is­stofn­un tók úr vatni í Kópa­vogs­læk og tjörn­inni í Reykja­vík ný­verið. 

Sýni voru tek­in í haf­inu við Klettag­arða, í Tjörn­inni í Reykja­vík og í Kópa­vogs­læk á veg­um Um­hverf­is­stofn­un­ar í þeim til­gangi að kort­leggja út­breiðslu efna sem tal­in eru ógn við vatnaum­hverfi í Evr­ópu.

Um er að ræða efni sem eru á sér­stök­um vaktlista Evr­ópu­sam­bands­ins og hef­ur m.a. að geyma lyfja­leif­ar, kyn­horm­ón og varn­ar­efni. Að auki var kannað hvort hér á landi fynd­ust lyfja­leif­ar sem eru á sér­stök­um vaktlista í Svíþjóð.

Helstu niður­stöður mæl­ing­anna eru að í sýn­un­um var að finna þrjú efni af 16 á vaktlista Evr­ópu­sam­bands­ins. Efn­in sem um ræðir eru Ciprofloxac­in og Diclofenac sem eru efni sem finn­ast í sýkla- og bólgu­eyðandi lyfj­um. Að auki fannst kyn­horm­ónið Estrógen í öll­um sýn­un­um sem voru tek­in. Eng­in varn­ar­efni (skor­dýra- eða plöntu­varn­ar­efni) af list­an­um var að finna í ís­lensku sýn­un­um.

Af þeim efn­um sem eru á sænska vaktlist­an­um fund­ust 9 efni í mæl­an­leg­um styrk. Um er að ræða efni sem finn­ast m.a. í geðlyfj­um, hjarta- og blóðþrýst­ings­lyfj­um, sýkla­lyfj­um og lyfj­um sem tek­in eru við sveppa­sýk­ing­um og kyn­sjúk­dóm­um. Nokkr­ar teg­und­ir lyfja­leifa var að finna í mæl­an­leg­um styrk bæði í Kópa­vogs­læk og í Tjörn­inni í Reykja­vík.

Þetta er í annað skipti sem Um­hverf­is­stofn­un fram­kvæm­ir þessa skimun á lyfja­leif­um og varn­ar­efn­um en árið 2018 voru tek­in sýni á þrem­ur stöðum á land­inu; í sjón­um við Klettag­arða, í Varmá neðan við Hvera­gerði og við Reykja­hlíð á Mý­vatni. Þá fund­ust fjög­ur efni af þeim sex­tán efn­um sem eru á vaktlist­an­um auk 15 lyfja­leifa af sænska list­an­um.

Um­hverf­is­stofn­un mun halda áfram skimun­um í sam­ræmi við vaktlista Evr­ópu­sam­bands­ins og bend­ir á mik­il­vægi þess að skila inn til apó­teka öll­um lyfja­af­göng­um sem falla til á heim­il­um til að tryggja rétta förg­un þeirra, að því er seg­ir í frétt á vef Um­hverf­is­stofn­un­ar. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert