Mun minni læti í tímum

Nemendur í framhaldsskólum sinna náminu að heiman þessa dagana.
Nemendur í framhaldsskólum sinna náminu að heiman þessa dagana. mbl.is/Sverrir Vilhelmsson

„Þetta er vissu­lega mjög krefj­andi og mikið stökk af því að við feng­um að koma í skól­ann í smá stund en þurf­um svo að vera heima. Maður er óagaðri þegar kem­ur að því að vera heima og sitja fyr­ir fram­an tölv­una. Fólk veit al­veg af hverju verið er að þessu og fyr­ir vikið eru nem­end­ur al­veg já­kvæðir en þetta hef­ur áhrif,“ seg­ir Ei­rík­ur Kúld Vikt­ors­son, formaður nem­enda­fé­lags Versl­un­ar­skóla Íslands.  

Krefj­andi fyr­ir yngri nem­end­ur 

Versl­ing­ar sem og aðrir fram­halds­skóla­nem­end­ur þurfa um þess­ar mund­ir að sinna námi sínu heima vegna fjölda­tak­mark­ana. Mun þessi hátt­ur verða á til 19. októ­ber að lág­marki. „Við höf­um áhyggj­ur af því að fólk muni flosna upp úr námi. Það er mín til­finn­ing. Það á ekki endi­lega við um okk­ur sem eru á þriðja ári þar sem við sjá­um fyr­ir end­ann á þessu. En varðandi þá sem eru yngri þá hef ég mikla trú á því að þetta sé krefj­andi og al­veg lík­ur á því að fólk missi takt­inn við þetta. Ég veit um marga sem eru ekki ennþá bún­ir að kaupa skóla­bæk­urn­ar,“ seg­ir Ei­rík­ur. 

Eiríkur Kúld Viktorsson
Ei­rík­ur Kúld Vikt­ors­son

Hann bend­ir á að í mars hafi staðan verið nokk­ur önn­ur. Þá hafi nem­end­ur verið í þann mund að fara að und­ir­búa sig und­ir próf þegar þeim var gert að vera heima. Núna  eru nem­end­ur hins veg­ar ný­lega komn­ir aft­ur í skól­ann eft­ir sum­ar­hlé.

Ert van­ur að slaka á heima hjá þér

„Hvers vegna er námið meira krefj­andi?“

„Þú ert með allt in­ter­netið fyr­ir fram­an þig en það er ekk­ert sem jafn­ast á við að vera með kenn­ar­ann í skóla­stof­unni. Það er líka nokkuð krefj­andi að vera í 75 mín­út­ur í kennslu­stund, sitj­andi einn fyr­ir fram­an tölvu. Sér­stak­lega þar sem þú ert í um­hverfi þar sem þú ert van­ur að vera að slaka á og fleira sem get­ur dreift at­hygl­inni,“ seg­ir Ei­rík­ur.

Ei­rík­ur seg­ir að hann og vin­irn­ir eigi í net­sam­skipt­um og eina skiptið sem þú hitt­ir aðra nem­end­ur er á fjar­skipta­búnaðinum Teams. „Sum­ir kenn­ar­ar taka fast á mæt­ingu en aðrir eru kannski verr í stakk bún­ir þegar kem­ur að tækni­legri kunn­áttu og þeir eru kannski frek­ar að ein­beita sér að því frek­ar en að hugsa um mæt­ingu nem­enda,“ seg­ir Ei­rík­ur.  

Hann seg­ir þó að flest­ir kenn­ar­ar hafi sjó­ast í því að nota Teams þar sem þeir voru einnig að not­ast við búnaðinn síðastliðið vor.

Strák­ar að tala um stelp­ur og stelp­ur um stráka  

Að sögn Ei­ríks hef­ur notk­un fjar­funda­búnaðar gert það að verk­um að lítið er um læti í tím­um. Þó hafi komið upp spaugi­leg at­vik þar sem fólk hef­ur gleymt að slökkva á hljóðnema eft­ir að það hef­ur kveikt á hon­um til að leggja eitt­hvað til mál­anna í kennslu­stund. „Ein­hverj­ar sög­ur eru af strák­um að tala um stelpu­mál og stelp­um um stráka­mál. Þau fatta ekki að hljóðnem­inn er ennþá á. Það er hálf­gerð regla að vera með stillt á „mute“ en það á það til að gleym­ast. Það get­ur verið mjög óþægi­legt,“ seg­ir Ei­rík­ur í gam­an­söm­um tón.    

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert