Níu bekkir í sóttkví

Í Álfhólsskóla Hjalla er miðstig og unglingastig, en grunnstigið er …
Í Álfhólsskóla Hjalla er miðstig og unglingastig, en grunnstigið er í Digranesi. Ljósmynd/Álfhólsskóli

All­ir nem­end­ur á miðstigi í Álf­hóls­skóla í Kópa­vogi þurfa að fara í viku­langa sótt­kví eft­ir að smit hjá nem­anda í hópn­um var staðfest í dag. Miðstigið, 5., 6. og 7. bekk­ur, var í sér­stöku sótt­varna­hólfi og því slepp­ur ung­linga­stigið við sótt­kví, þrátt fyr­ir að vera í sömu bygg­ingu.

Sam­tals eru þetta hátt í 200 börn sem fara í sótt­kví, þrír bekk­ir í hverj­um ár­gangi. 

Þetta hef­ur verið sér­stök vika í skól­an­um. Á þriðju­dag­inn greind­ist fyrsta smitið hjá nem­anda í skól­an­um og voru all­ir nem­end­ur skól­ans send­ir í úr­vinnslu­sótt­kví í kjöl­farið. Það hafði sem bet­ur fer verið starfs­dag­ur á þriðju­deg­in­um og nem­end­ur ekki í skól­an­um. Á miðviku­dag­inn og í dag var síðan held­ur eng­inn í skól­an­um vegna úr­vinnslu­sótt­kví­ar­inn­ar.

Ekki ein­föld staða að verða

Á morg­un snýr ung­linga­stig aft­ur til náms og sömu­leiðis grunn­stig, 1.-4. bekk­ur. Aðstoðarskóla­stjór­inn, Ein­ar Birg­ir Steinþórs­son, seg­ir að veir­an sé að verða ansi erfið viður­eign­ar inni í skól­um.

„Við eig­um að halda opnu og halda óskertu starfi. Við reyn­um að standa okk­ur í því eins og fært er en þetta er ekki ein­föld staða að verða,“ seg­ir hann í sam­tali við mbl.is. Hann seg­ir að ekki hafi komið til umræðu að loka skól­an­um al­veg. 

Skól­inn býr að æf­ingu frá því í fyrstu bylgju far­ald­urs­ins þegar hann lokaði að hluta. Nem­end­urn­ir sem nú fara heim verða í fjar­námi að svo miklu leyti sem það er unnt. Skól­inn er með spjald­tölv­ur sem verða send­ar heim með nem­end­um og fer námið þá í gegn­um þær. 

Víða um Reykja­vík hef­ur viðlíka þróun átt sér stað und­an­farna daga, síðast í Há­teigs­skóla, eins og sagt var frá á mbl.is í morg­un. Þá er verið að skima 600 nem­end­ur í Sunnu­lækj­ar­skóla á Sel­fossi í dag, eft­ir að smit kom upp hjá sér­kenn­ara.



mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert