Óbein áhrif á lýðheilsu vöktuð

Alma Möller, landlæknir, hefur lagt til að heildaráhrif faraldurs Kórónuveirunnar …
Alma Möller, landlæknir, hefur lagt til að heildaráhrif faraldurs Kórónuveirunnar á lýðheilsu verði vöktuð. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Land­læknisembættið hef­ur litl­ar for­send­ur til þess að meta hver lang­tíma­áhrif verði á lýðheilsu af þeim aðgerðum sem beitt er til að bregðast við far­aldri kór­ónu­veirunn­ar. Þetta kem­ur fram í svari við fyr­ir­spurn mbl.is. Lagt hef­ur verið til við ráðherra að stofna starfs­hóp til að vakta óbein áhrif far­ald­urs­ins. 

Þau miklu inn­grip í gang­virki sam­fé­lags­ins sem stjórn­völd hafa beitt til að jafna álag á heil­brigðis­kerfið og vernda viðkvæm­ustu hópa sam­fé­lags­ins á eft­ir að hafa mikl­ar af­leiðing­ar fram í tím­ann, sér í lagi þar sem ljóst má vera að veir­an mun hafa mik­il áhrif á líf okk­ar næstu miss­er­in. Þessi umræða verður nú sí­fellt meira áber­andi. Í Frétta­blaðinu í dag er fjallað um óein­ingu inn­an rík­is­stjórn­ar­flokk­ana um meðölin sem gripið hef­ur verið til í því mark­miði að hefta út­breiðslu þriðju bylgju far­ald­urs­ins. 

Sundlaugar eru lokaðar á meðan samkomutakmarkanir eru í gildi.
Sund­laug­ar eru lokaðar á meðan sam­komutak­mark­an­ir eru í gildi. mbl.is/​Hall­ur Már

Þá hef­ur hóp­ur lækna og heilsu­fars­sér­fræðinga, sem marg­ir hverj­ir eru afar virt­ir í sínu fagi, víða um heim samþykkt Great Barringt­on yf­ir­lýs­ing­una þar sem aðgerðirn­ar sem beitt hef­ur verið í bar­átt­unni við far­ald­ur­inn eru tald­ar hafa of mikl­ar nei­kvæðar af­leiðing­ar í för með sér á geðheilsu og al­menna lýðheilsu til þess að þær séu rétt­læt­an­leg­ar. Hér má lesa um­fjöll­un BBC um yf­ir­lýs­ing­una. Vert er að taka fram að þar er verið að mót­mæla aðgerðum sem víða eru mun harðari en gripið hef­ur verið til hér á landi.   

Í sam­tali sem alþing­is­kon­an Sig­ríður Á. And­er­sen átti við And­ers Teg­nell, sótt­varna­lækni Svía, á dög­un­um kom fram að al­menn lýðheilsu­sjón­ar­mið hefðu frá upp­hafi verið fyr­ir­ferðar­mik­il við mót­un á stefnu til að tak­ast á við far­ald­ur­inn.

Það eru því víða uppi þau sjón­ar­mið að meðalið sé verra en sjúk­dóm­ur­inn. Þó all­ir séu auðvitað sam­mála um að all­ir kost­ir séu slæm­ir.

Hægst hefur á flestum sviðum sviðum atvinnulífsins.
Hægst hef­ur á flest­um sviðum sviðum at­vinnu­lífs­ins. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Fyr­ir­spurn mín, sem verður telj­ast frek­ar yf­ir­grips­mik­il, til land­lækn­is hljóðaði þannig: 

Hvernig eru lang­tíma­áhrif aðgerðanna sem verið er að grípa til met­in með til­liti til heild­aráhrifa á heil­brigði þjóðar­inn­ar eða lýðheilsu? Þar sem verið er að skoða þætti á borð við geðheil­brigði og álag á heil­brigðis­kerfið til lengri tíma miðað við þá mynd sem er að birt­ast. Þar sem for­send­ur eins og at­vinnu­leysi til skemmri og lengri tíma eru tekn­ar inn í mynd­ina.   

Svarið rit­ar Kjart­an Hreinn Njáls­son, aðstoðarmaður land­lækn­is, og í því er talað um að ýms­ir mæli­kv­arðar hafi verið vaktaðir frá því að far­ald­ur­inn kom upp. Niður­stöður slíkra mæl­inga eru flest­ar að finna í Talna­brunni embætt­is­ins. Hér er fjallað um starf­semi heil­brigðisþjón­ustu og hér er er að finna um­fjöll­un um rann­sókn á ýms­um þátt­um í and­legri líðan þjóðar­inn­ar þegar al­menn­ing­ur fór að finna fyr­ir aðgerðum stjórn­valda í vet­ur.

Þegar kem­ur að áhrif­um til lengri tíma vand­ast málið enda erum við, nú gefst tæki­færi á nota fras­ann margþvælda, á for­dæma­laus­um tím­um.

„Embættið skort­ir hins veg­ar frek­ari inn­sýn í óbein áhrif far­ald­urs­ins er varðar t.d. af­leiðing­ar of­beld­is, um­fang at­vinnu­leys­is og tekjum­issis, áhrif mót­vægisaðgerða og ýmis heilsu­hag­fræðileg áhrif. Rann­sókn­ir um all­an heim hafa sýnt að merkj­an­leg­ur mun­ur er á heilsu og vellíðan milli þjóðfé­lags­hópa sem skil­greind­ir eru t.d. út frá kyni, mennt­un, tekj­um og bú­setu. Nýj­ar rann­sókn­ir sýna að far­ald­ur­inn af völd­um COVID-19 get­ur aukið ójöfnuð í heilsu, bæði til lengri og skemmri tíma.

Geðsjúkdómar eru meðal algengustu sjúkdóma og valda þjáningum hjá sjúklingum …
Geðsjúk­dóm­ar eru meðal al­geng­ustu sjúk­dóma og valda þján­ing­um hjá sjúk­ling­um og álagi á aðstand­end­ur. Land­lækn­ir legg­ur til að vakta geðheilsu með til­liti til áhrifa af völd­um far­ald­urs­ins. mbl.is/​Golli

Land­lækn­ir hef­ur lagt það til við heil­brigðisráðherra að stofnaður verði þverfag­leg­ur hóp­ur sér­fræðinga til að vakta þessi óbeinu áhrif til bæði skemmri og lengri tíma. 

Ljóst er að far­ald­ur­inn og aðgerðir til að sporna við reyna á and­lega heilsu fólks, þá sér­stak­lega þeirra sem voru veik­ir fyr­ir. Þannig hef­ur land­lækn­ir einnig lagt til að stofnaður verði hóp­ur rann­sak­enda og veit­enda geðheil­brigðisþjón­ustu sem sé ætlað að vakta sér­stak­lega and­lega líðan og geðheil­brigði þannig að hægt sé að bregðast við þegar og ef þörf skap­ast. 

Heims­far­ald­ur nýju kór­óna­veirunn­ar en án for­dæma og hið sama má segja um þær víðtæku aðgerðir sem stjórn­völd hafa gripið til að stemma stigu við hon­um. Frá upp­hafi hef­ur það verið mark­mið embætt­is land­lækn­is að tryggja órofið aðgengi að nauðsyn­legri heil­brigðisþjón­ustu,“ og þar með lýk­ur svari Kjart­ans Hreins.

Viðbrögðum við til­lög­um land­lækn­is má því vænta áður en langt um líður. Þá verður áhuga­vert að fylgj­ast með því hverj­ir velj­ast í starfs­hóp­ana.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert