Óttast vanefndir á niðurgreiddri sálfræðiþjónustu

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bjarni Bene­dikts­son fjár­málaráðherra seg­ir að rík­is­stjórn­in hafi sýnt vilja sinn skýrt í verki þegar 540 millj­ón­um var ráðstafað til geðheil­brigðismála með fjár­auka­lög­um árs­ins 2020. Gert er ráð fyr­ir jafn­háu fram­lagi í fjár­laga­frum­varpi næsta árs, en því til viðbót­ar seg­ir Bjarni að veru­leg­ur hluti fjár­heim­ilda árs­ins 2020 sé enn ónýtt­ur enda hafi frum­varp um greiðsluþát­töku rík­is­ins í sál­fræðiþjón­ustu ekki verið samþykkt fyrr en á miðju ári, í lok júní.

Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, formaður Viðreisn­ar, spurði ráðherra út í málið í óund­ir­bún­um fyr­ir­spurn­ar­tíma á Alþingi í dag. Sagði hún að þing­inu hafi tek­ist hið ómögu­lega í júní þegar frum­varpið var samþykkt, en að fjár­lög og fjár­mála­áætl­un næstu ára væru ekki í sam­ræmi við vilja þings­ins.

Ástæða væri til að hafa áhyggj­ur af líðan fólks í miðjum heims­far­aldri. „Við upp­lif­um aukna ein­angr­un, ein­mana­leika, of­beldi, óvissu og ótta um heilsu­far, af­komu okk­ar nán­ustu. Allt hef­ur þetta áhrif á sál­ar­líf þjóðar. Við það bæt­ast svo efna­hags­leg­ar áhyggj­ur og at­vinnu­leysi sem rist­ir mjög djúpt,“ sagði Þor­gerður.

„Ef hæst­virt­ur ráðherra teng­ir bara við efna­hags­legu hliðina get ég sagt hon­um að greiðari aðgang­ur að sál­fræðiþjón­ustu og stuðning­ur við hana, hvar sem er í sam­fé­lag­inu, er eitt af þeim fram­sýnu mál­um þar sem tekið er utan um líðan þjóðar­inn­ar á þess­um tím­um. Og það er þjóðhags­lega hag­kvæmt,“ sagði Þor­gerður.

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.
Bjarni Bene­dikts­son fjár­málaráðherra. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Heil­brigðisráðherra hafi svig­rúm

Bjarni blés á gagn­rýni um vanefnd­ir, en sagðist ekki vita hvað hann ætti að segja eft­ir þessa „ætluðu kennslu­stund í efna­hags­mál­um og stjórn­mál­um“.

Benti hann á að í upp­hafs­ári fjár­mála­áætl­un­ar, þ.e. 2021, væri gert ráð fyr­ir 61 millj­arði króna til heil­brigðisþjón­ustu utan sjúkra­húsa. Sú upp­hæð hækkaði í 68 millj­arða króna árið 2025 á loka­ári fjár­mála­áætl­un­ar. Unnið væri með ramm­a­fjár­lög en fagráðherr­ar hefðu síðan svig­rúm til að ráðstafa til ólíkra mála­flokka inn­an þess.

„Ég sé ekki bet­ur en að með þeirri gríðarlegu aukn­ingu sem hef­ur orðið til geðheil­brigðismála og verður til heil­brigðisþjón­ustu utan sjúkra­húsa á kom­andi árum sé full­nægj­andi svig­rúm til þess að gera ráð fyr­ir samn­ing­um við sál­fræðinga, svo dæmi sé tekið,“ sagði Bjarni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert