„Refavanki“ greinist í kanínum

Kanínur í Elliðaárdalnum á dögunum.
Kanínur í Elliðaárdalnum á dögunum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Mat­væla­stofn­un barst ný­lega til­kynn­ing frá Dýra­spítal­an­um í Víðidal um að sníkju­dýrið Encephalitozoon cuniculi hafi greinst í tveim­ur kan­ín­um með mót­efna­mæl­ing­um í blóði.

Þetta er fyrsta staðfesta smit af þess­ari teg­und í kan­ín­um hér á landi, að því er seg­ir í til­kynn­ingu.

„Mat­væla­stofn­un vill vekja at­hygli dýra­eig­enda og dýra­lækna á þessu, svo aðilar verði vak­andi fyr­ir sjúk­dóms­ein­kenn­um og leiti mögu­lega eft­ir grein­ingu á sjúk­dómn­um ef það á við. Þar sem þekkt er að þetta sníkju­dýr finnst nú þegar víða um land í villt­um dýr­um, verður ekki gripið neinna aðgerða af hálfu yf­ir­valda til að reyna tak­marka frek­ari dreif­ingu þessu,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Hér á landi greind­ist E. cuniculi í ref­um á ní­unda ára­tug síðustu ald­ar, og einnig í mink­um og mús­um. Sjúk­dóm­ur­inn sem ein­frum­ung­ur­inn veld­ur hef­ur verið kallaður „refa­vanki“ á ís­lensku. Er­lend­is geng­ur hann und­ir nafn­inu „nosematos­is“ eða „encephalitozoonos­is“. Eng­in skimun hef­ur farið fram í kan­ín­um hér á landi, svo um­fang smits af þessu tagi í þeim er óþekkt.

Sam­kvæmt reglu­gerð um til­kynn­ing­ar- og skrán­ing­ar­skylda sjúk­dóma er skylt að til­kynna grun eða staðfest­ingu á Encephalitozoon cuniculi til Mat­væla­stofn­un­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert