Sigmundur Davíð kannast ekkert við listann

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. mbl.is/Íris Jóhannsdóttir

Nafn Sigmundar Davíð Gunnlaugssonar, formanns Miðflokksins, er að finna á alþjóðlegum undirskriftalista þar sem lýst er yfir „alvarlegum áhyggjum“ vegna harðra aðgerða stjórnvalda til að stöðva útbreiðslu kórónuveirunnar.

„Ég veit ekkert um þetta," segir Sigmundur Davíð í samtali við mbl.is og kveðst ekki hafa skrifað undir neitt. „Ég vissi ekki einu sinni að þessi listi væri til.“

Næstum sex þúsund sérfræðingar höfðu í gær skrifað undir listann, að því er kemur fram í umfjöllun BBC, ásamt um fimmtíu þúsund manns til viðbótar.

Yfir fimmtíu Íslendingar eru á listanum, þar á meðal lýtalæknir, augnlæknir og fólk úr viðskiptalífinu.

Fram kem­ur að þær aðgerðir sem núna eru í gangi hafi afar slæm áhrif á and­lega og lík­am­lega heilsu fólks, sem og sam­fé­lög í heild sinni.

Farið er fram á að stjórn­völd ein­beiti sér að því að vernda þá sem eru viðkvæm­ast­ir fyr­ir svo að heil­brigt fólk geti haldið áfram að lifa eðli­legu lífi. Ekki dugi til að bíða eft­ir því að bólu­efni verði til­búið.

Með auknu hjarðónæmi dragi úr lík­un­um á því að all­ir smit­ist, þar á meðal þeir sem eru viðkvæm­ir fyr­ir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert